Launabaráttu lauk með slagsmálum 2. júlí 2007 18:28 Tveir pólskir verkamenn lentu í átökum við syni yfirmanns síns í Mosfellsbæ í morgun. Svo virðist sem slagsmálin hafi brotist út vegna óánægju pólverjanna með launin sín. Mennirnir sögðu upp á staðnum. Hafdís Hafsteinsdóttir sat í makindum sínum fyrir utan íbúðina sína í Mosfellsbæ í sólbaði um níuleytið í morgun. Gengu þá tveir menn haltrandi eftir veginum til móts við íbúðina með íþróttatöskur og poka. Þeir báðu hana um að hringja á lögreglu fyrir sig, sem hún og gerði. Lögreglubíll kom fljótlega á staðinn og skömmu síðar sjúkrabíll.Ekki náðist í pólsku verkamennina tvo í dag en að sögn vakthafandi læknis á slysadeild reyndist annar þeirra marinn og krambúleraður en lítið slasaður. Læknirinn útilokar að sleggja hefði verið notuð sem barefli.Samkvæmt heimildum fréttastofu var atburðarásin sú að pólsku verkamennirnir, sem unnu hjá pappa.is, neituðu í morgun að fara í verk til Eyja nema þeir fengju útborgað. Þeim var lofað að launin kæmu í dag. Þá hafi þeir neitað að fara nema þeir fengju launahækkun. Eigandinn vildi ekki ganga að þeirri kröfu og mennirnir sögðu upp. Þeir voru beðnir að rýma húsnæði pappa.is í Mosfellsbæ þar sem þeir bjuggu. Þeir neituðu svo eigandinn, sem var kominn til Eyja, bað syni sína að aðstoða við að bera Pólverjana út. Þá virðist allt hafa farið úr böndunum og slagsmál brutust út sem luku með því að pólverjarnir yfirgáfu húsið með pjönkur sínar. Í kjölfarið gengu vinir þeirra tveir, pólskir, líka út. Utan eigandans er því aðeins einn starfsmaður eftir hjá pappa.is.Þegar fréttastofa náði sambandi við eigandann nú síðdegis sagðist hann búinn að greiða Pólverjunum, meira en þeim ber - enda hafi hann rétt til að halda eftir launum starfsmanna sem segja upp fyrirvaralaust en þeir voru búnir að starfa hjá honum síðan 20. maí og voru ráðnir skriflega til fjögurra mánaða. Fréttir Innlent Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Sjá meira
Tveir pólskir verkamenn lentu í átökum við syni yfirmanns síns í Mosfellsbæ í morgun. Svo virðist sem slagsmálin hafi brotist út vegna óánægju pólverjanna með launin sín. Mennirnir sögðu upp á staðnum. Hafdís Hafsteinsdóttir sat í makindum sínum fyrir utan íbúðina sína í Mosfellsbæ í sólbaði um níuleytið í morgun. Gengu þá tveir menn haltrandi eftir veginum til móts við íbúðina með íþróttatöskur og poka. Þeir báðu hana um að hringja á lögreglu fyrir sig, sem hún og gerði. Lögreglubíll kom fljótlega á staðinn og skömmu síðar sjúkrabíll.Ekki náðist í pólsku verkamennina tvo í dag en að sögn vakthafandi læknis á slysadeild reyndist annar þeirra marinn og krambúleraður en lítið slasaður. Læknirinn útilokar að sleggja hefði verið notuð sem barefli.Samkvæmt heimildum fréttastofu var atburðarásin sú að pólsku verkamennirnir, sem unnu hjá pappa.is, neituðu í morgun að fara í verk til Eyja nema þeir fengju útborgað. Þeim var lofað að launin kæmu í dag. Þá hafi þeir neitað að fara nema þeir fengju launahækkun. Eigandinn vildi ekki ganga að þeirri kröfu og mennirnir sögðu upp. Þeir voru beðnir að rýma húsnæði pappa.is í Mosfellsbæ þar sem þeir bjuggu. Þeir neituðu svo eigandinn, sem var kominn til Eyja, bað syni sína að aðstoða við að bera Pólverjana út. Þá virðist allt hafa farið úr böndunum og slagsmál brutust út sem luku með því að pólverjarnir yfirgáfu húsið með pjönkur sínar. Í kjölfarið gengu vinir þeirra tveir, pólskir, líka út. Utan eigandans er því aðeins einn starfsmaður eftir hjá pappa.is.Þegar fréttastofa náði sambandi við eigandann nú síðdegis sagðist hann búinn að greiða Pólverjunum, meira en þeim ber - enda hafi hann rétt til að halda eftir launum starfsmanna sem segja upp fyrirvaralaust en þeir voru búnir að starfa hjá honum síðan 20. maí og voru ráðnir skriflega til fjögurra mánaða.
Fréttir Innlent Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Sjá meira