Innlent

Katrín Júlíusdóttir valin formaður þingmannanefndar EFTA og EES

Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar
Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar MYND/365

Katrín Júlíusdóttir alþingismaður var valinn formaður þingmannanefndar EFTA og þingmannanefndar EES á fundum nefndarinnar í Vaduz í Liechtenstein á dögunum. Ísland fer með forystu í nefndunum tveimur í ár.

Þingmannanefnd EFTA samanstendur af þingmönnum frá aðildarríkjunum fjórum sem auk Íslands eru Noregur, Sviss og Liechtenstein. Á fundi nefndarinnar var einkum rætt um málefni EES, fríverslunarsamninga EFTA og vinnu að nýjum sáttmála ESB.

Í þingmannanefnd EES sitja annars vegar þingmenn frá EFTA-ríkjunum og hins vegar frá Evrópuþinginu. Helstu mál sem tekin voru fyrir á fundi nefndarinnar voru þróun og framkvæmd EES-samningsins og stefnumótun ESB um málefni sjávar og siglinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×