Innlent

Landhelgisgæslan bjargaði þremur Grænlendingum í nótt

Gissur Sigurðsson skrifar

Áhafnir á tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar björguðu í nótt þremur Grænlendingum úr skemmtibáti þeirra sem var fastur í ís við austurströnd Grænlands og var byrjaður að leka. Beiðni um aðstoð barst á tólfta tímanum í gærkvöldi og fundust mennirnir á fimmta tímanum í nótt. Flogið var með þá til Kulusuk, þar sem þyrlurnar taka eldsneyti fyrir flugið heim.

Grænlendingarnir voru búnir að vera fimm daga í hafvillu og vaxandi hafís, en þegar leki kom að bátnum kölluðu þeir loks á hjálp. Vegna skorts á siglingatækjum í bátnum, vissu þeir ekki lengur hvar þeir voru, en gott skyggni var á leitarsvæðinu í nótt, sem auðveldaði leitina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×