Live Earth í dag Guðjón Helgason skrifar 7. júlí 2007 12:36 Þekktir tónlistarmenn rokka víða um heim í dag og vilja með tónlist sinni vekja athygli á loftslagsmálum. Tónleikar þar sem hver stórstjarnan kemur fram á fætur annarri eru haldnir í níu borgum í öllum álfum heims og voru það Ástralir og Kínverjar sem hófu leikinn í nótt. Tónleikarnir hófust í Sydney í Ástralíu tíu mínútur yfir miðnætti að íslenskum tíma. Síðan var tekið við keflinu í Tokyo í Japan þremur tímum síðar. Tónlistarmenn í Jóhannesarborg í Suður Afríku hófu að þenjan raddböndin klukkan tíu að íslenskum tíma og listamenn í Sjanhæ í Kína hálftíma síðar. Tónleikar hófust í Hamborg í Þýskalandi í hádeginu og klukkan hálf eitt var byrjað á Wembley leikvanginum í Lundúnum. Sungið verður í Washington frá klukkan hálf fjögur og í New Jersey verður einnig leikið upp úr klukkan hálf átta. Lokatónleikarnir verður svo í Ríó í Brasilíu frá klukkan átta. Meðal skemmtikrafta á tónleikunum í dag eru Madonna, hljómsveitin Red Hot Chili Pepers, The Police með Sting í fararbroddi, Metallica og sveitasöngvarinn Garth Brooks, svo einhverjir séu nefndir. Það er Al Gore, fyrrverandi vara-forseti Bandaríkjanna, sem hefur skipulagt viðburðina og verður viðstaddur í nokkrum borganna. Í Sydney í nótt kom hann fram á risaskjá í gegnum gervihnött. Hann sagði miklu skipta að vekja athygli á þeirri vá sem steðjaði að heiminum vegna loftslagsbreytinga. Hann sagði rödd hvers og eins jarðarbúa skipta máli í því efni. Framtak Gores hefur þó ekki farið gagnrýnilaust af stað. Þeir sem andmæla því segja það hræsni að senda skemmtikrafta milli landa í flugi þegar skilaboðin séu að draga skuli úr mengandi útblæstri hvers konar. Erlent Fréttir Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Þekktir tónlistarmenn rokka víða um heim í dag og vilja með tónlist sinni vekja athygli á loftslagsmálum. Tónleikar þar sem hver stórstjarnan kemur fram á fætur annarri eru haldnir í níu borgum í öllum álfum heims og voru það Ástralir og Kínverjar sem hófu leikinn í nótt. Tónleikarnir hófust í Sydney í Ástralíu tíu mínútur yfir miðnætti að íslenskum tíma. Síðan var tekið við keflinu í Tokyo í Japan þremur tímum síðar. Tónlistarmenn í Jóhannesarborg í Suður Afríku hófu að þenjan raddböndin klukkan tíu að íslenskum tíma og listamenn í Sjanhæ í Kína hálftíma síðar. Tónleikar hófust í Hamborg í Þýskalandi í hádeginu og klukkan hálf eitt var byrjað á Wembley leikvanginum í Lundúnum. Sungið verður í Washington frá klukkan hálf fjögur og í New Jersey verður einnig leikið upp úr klukkan hálf átta. Lokatónleikarnir verður svo í Ríó í Brasilíu frá klukkan átta. Meðal skemmtikrafta á tónleikunum í dag eru Madonna, hljómsveitin Red Hot Chili Pepers, The Police með Sting í fararbroddi, Metallica og sveitasöngvarinn Garth Brooks, svo einhverjir séu nefndir. Það er Al Gore, fyrrverandi vara-forseti Bandaríkjanna, sem hefur skipulagt viðburðina og verður viðstaddur í nokkrum borganna. Í Sydney í nótt kom hann fram á risaskjá í gegnum gervihnött. Hann sagði miklu skipta að vekja athygli á þeirri vá sem steðjaði að heiminum vegna loftslagsbreytinga. Hann sagði rödd hvers og eins jarðarbúa skipta máli í því efni. Framtak Gores hefur þó ekki farið gagnrýnilaust af stað. Þeir sem andmæla því segja það hræsni að senda skemmtikrafta milli landa í flugi þegar skilaboðin séu að draga skuli úr mengandi útblæstri hvers konar.
Erlent Fréttir Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira