Íslendingar hiti hugsanlega Ólympíuþorpið Guðjón Helgason skrifar 7. júlí 2007 19:23 Svo gæti farið að íslenskum orkufyrirtækjum yrði falið að sjá um að hita Ólympíuþorpið sem byggt verður fyrir vetrarólympíuleikanna í Sochi í Rússlandi 2014. Möguleikinn var ræddur á fundi í Moskvu fyrir helgi. Íbúar í rússnesku borginni Sochi við Svartahafið fögnuðu mikið á fimmtudaginn þegar tilkynnt var að Vestrarólympíuleikarnir 2014 yrðu haldnir þar. Valið stóð á milli Sochi, Pyeongchang í Suður-Kóreu og Salzburg í Austurríki. Valið á Sochi er sagt persónulegur sigur fyrir Vladimír Pútín, Rússlandsforseta, sem mætti í eigin persónu á fund alþjóðaólypíuráðsins í Gvatemala í vikunni þar sem kosið var milli borganna. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ólympíuleikar eru haldnir á rússnesku landsvæði síðan 1980 þegar sumarólympíuleikar voru haldnir í Moskvu Sovétríkjanna. Valið á Sochi bar á góma á fundi Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, borgarstjóra Reykjavíkur, með Júrí Lusjkov, borgarstjóra í Moskvu fyrir helgi. Einnig var það rætt á fundi fulltrúa íslenskra orkufyrirtækja með sérfræðingum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og annarra opinberra fulltrúa í Moskvu - en fjölmenn viðskiptasendinefnd er í fylgd með borgarstjóra í Moskvu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var sá möguleiki ræddur á fundinum að Íslendingar tækju að sér að hita upp ólympíuþorpið sem mun rísa í Sochi. Undir borginni munu vera háhitasvæði sem hægt yrði að nota. Óvíst er þó hvort sú leið verður ofan á en ljóst að mikil uppbygging verður í borginni vegna Ólympíuleikanna. Yfirvöld hafa heitið því að leggja jafnvirði rúmlega sjöhundruð og þrjátíu milljarða íslenskra króna í framkvæmdir - sextíu prósent til opinberra verkefna og fjörutíu prósent til einkafyrirtækja. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur áður verið ræddur sá möguleiki að Íslendingar heiti Ólympíuþorp, þ.e. í Peking í Kína þar sem sumarólympíuleikar verða á næsta ári. Ekki varð af því þar sem þorpið var byggt á svæði í borginni þar sem ekki var unnt að fara þá leið. Erlent Fréttir Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Svo gæti farið að íslenskum orkufyrirtækjum yrði falið að sjá um að hita Ólympíuþorpið sem byggt verður fyrir vetrarólympíuleikanna í Sochi í Rússlandi 2014. Möguleikinn var ræddur á fundi í Moskvu fyrir helgi. Íbúar í rússnesku borginni Sochi við Svartahafið fögnuðu mikið á fimmtudaginn þegar tilkynnt var að Vestrarólympíuleikarnir 2014 yrðu haldnir þar. Valið stóð á milli Sochi, Pyeongchang í Suður-Kóreu og Salzburg í Austurríki. Valið á Sochi er sagt persónulegur sigur fyrir Vladimír Pútín, Rússlandsforseta, sem mætti í eigin persónu á fund alþjóðaólypíuráðsins í Gvatemala í vikunni þar sem kosið var milli borganna. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ólympíuleikar eru haldnir á rússnesku landsvæði síðan 1980 þegar sumarólympíuleikar voru haldnir í Moskvu Sovétríkjanna. Valið á Sochi bar á góma á fundi Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, borgarstjóra Reykjavíkur, með Júrí Lusjkov, borgarstjóra í Moskvu fyrir helgi. Einnig var það rætt á fundi fulltrúa íslenskra orkufyrirtækja með sérfræðingum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og annarra opinberra fulltrúa í Moskvu - en fjölmenn viðskiptasendinefnd er í fylgd með borgarstjóra í Moskvu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var sá möguleiki ræddur á fundinum að Íslendingar tækju að sér að hita upp ólympíuþorpið sem mun rísa í Sochi. Undir borginni munu vera háhitasvæði sem hægt yrði að nota. Óvíst er þó hvort sú leið verður ofan á en ljóst að mikil uppbygging verður í borginni vegna Ólympíuleikanna. Yfirvöld hafa heitið því að leggja jafnvirði rúmlega sjöhundruð og þrjátíu milljarða íslenskra króna í framkvæmdir - sextíu prósent til opinberra verkefna og fjörutíu prósent til einkafyrirtækja. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur áður verið ræddur sá möguleiki að Íslendingar heiti Ólympíuþorp, þ.e. í Peking í Kína þar sem sumarólympíuleikar verða á næsta ári. Ekki varð af því þar sem þorpið var byggt á svæði í borginni þar sem ekki var unnt að fara þá leið.
Erlent Fréttir Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira