Innlent

Skammbyssurán í 10-11

Tveir karlmenn á fimmtugsaldri voru handteknir rétt eftir miðnætti í nótt, grunaðir um að hafa framið vopnað rán í versuninni 10-11 við Barónstíg skömmu áður. Þar ógnuðu þjófarnir tveimur afgreiðslustúlkum með skammbyssu, eða eftirlíkingu af slíkri byssu, og komust undan með skiptimynt.

Hún hefur eitthvað sigið í því þeir brugðu á það ráð að halda í aðra klukkuverslun, eða 11-11 við Skúlagötu, til að fá myntinni skipt í seðla. Það leiddi, meðal annara vísbendinga, til handtöku þeirra. Vopnið er hins vegar ófundið. Mennirnir eiga báðir afbrotaferil að baki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×