Í skýrslutöku hjá lögreglu Guðjón Helgason skrifar 11. júlí 2007 13:46 Rússnesk vændiskona sem bauð blíðu sína gegn greiðslu á hóteli í Reykjavík var vísað út af herbergi sínu í gær. Hún er nú í skýrslutöku hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Lögregla segir of snemmt að segja til um hvort málið tengist mansali. Þegar fréttastofa kannaði vefsíðu rússneskrar fylgdarþjónustu í gær voru þar upplýsingar um Reykjavíkurheimsókn tuttugu og þriggja ára konu sem kallar sig Ornellu. Þar var útlistuð nákvæmlega það kynlíf sem var í boði og fór ekki á milli mála hvað átt var við. Ítarlegur verðlisti var á síðunni og með auðveldum hætti hægt að panta einn eða fleiri klukkutíma í gær og næstu þrjá daga þar á eftir. Fréttastofa pantaði tíma og reyndi að ná tali af koununni - en hún vildi ekki veita viðtal. Þegar vefsíða fylgdarþjónustunnar var skoðuð í morgun var Ornella ekki lengur á forsíðunni en þegar nánar var skoðað mátti finna upplýsingar um hana en ekki var hægt að bóka heimsókn í Reykjavík. Þær upplýsingar fengust síðan hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins að málið hefði verið tekið til skoðunar vegna fréttar Stöðvar 2 í gærkvöldi. Lögregla fór þegar til hennar á hótelið í gærkvöldi og kom hún síðan á lögreglustöð til skýrslutöku í morgun. Vildi lögregla lítið tjá sig um málið að svo stöddu. Of snemmt væri að segja til um hvort það tengdist mansali. Eiríkur Beck, öryggisstjóri Icelandair hótela, segir að mál sem þessi geti vissulega komið upp á hótelum hvar sem er. Nordica og önnur hótel Icelandair hafi viðbragðsáætlun og henni hafi verið fylgt eftir frétt Stöðvar 2. Konunni hefi verið vísað af hótelinu. Fréttir Innlent Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Rússnesk vændiskona sem bauð blíðu sína gegn greiðslu á hóteli í Reykjavík var vísað út af herbergi sínu í gær. Hún er nú í skýrslutöku hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Lögregla segir of snemmt að segja til um hvort málið tengist mansali. Þegar fréttastofa kannaði vefsíðu rússneskrar fylgdarþjónustu í gær voru þar upplýsingar um Reykjavíkurheimsókn tuttugu og þriggja ára konu sem kallar sig Ornellu. Þar var útlistuð nákvæmlega það kynlíf sem var í boði og fór ekki á milli mála hvað átt var við. Ítarlegur verðlisti var á síðunni og með auðveldum hætti hægt að panta einn eða fleiri klukkutíma í gær og næstu þrjá daga þar á eftir. Fréttastofa pantaði tíma og reyndi að ná tali af koununni - en hún vildi ekki veita viðtal. Þegar vefsíða fylgdarþjónustunnar var skoðuð í morgun var Ornella ekki lengur á forsíðunni en þegar nánar var skoðað mátti finna upplýsingar um hana en ekki var hægt að bóka heimsókn í Reykjavík. Þær upplýsingar fengust síðan hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins að málið hefði verið tekið til skoðunar vegna fréttar Stöðvar 2 í gærkvöldi. Lögregla fór þegar til hennar á hótelið í gærkvöldi og kom hún síðan á lögreglustöð til skýrslutöku í morgun. Vildi lögregla lítið tjá sig um málið að svo stöddu. Of snemmt væri að segja til um hvort það tengdist mansali. Eiríkur Beck, öryggisstjóri Icelandair hótela, segir að mál sem þessi geti vissulega komið upp á hótelum hvar sem er. Nordica og önnur hótel Icelandair hafi viðbragðsáætlun og henni hafi verið fylgt eftir frétt Stöðvar 2. Konunni hefi verið vísað af hótelinu.
Fréttir Innlent Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira