Tónlist

Hvítar ruslvögguvísur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þungarokkshljómsveitin Perfect Disorder heldur útgáfutónleika á Gauknum, annað kvöld klukkan 20. White Trash Lullabies er fyrsta plata hljómsveitarinnar en hún var stofnuð árið 2003. Upphaflega hét hún Panic Disorder og spilaði pönk en þegar mannabreytingar urðu fór hljómsveitin að spila þungarokk. Hljómsveitin spilar klassískt gamaldags rokk í ætt við Iron Maiden og Metallica. Hljómsveitin spilaði á Airwaves tónlistarhátíðinni 2005 og hefur haldið fjölmarga tónleika á Grand Rock og Dillon.

White Trash Lullabies er á margan hátt vel heppnuð plata. Lögin eru vel spiluð. Söngurinn er til fyrirmyndar og það sama á við um gítarleikinn. Lögin grípa mann við fyrstu hlustun. Textarnir eru mjög ögrandi og munu eflaust hneyksla siðvandar mæður. En eitthvað segir manni að platan hafi ekki verið samin fyrir þann markhóp sérstaklega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.