Erlent

Skotið, klippt og upphalað beint

Talið er að nýi Samsung SCH-B750-farsíminn verði búinn ýmsum spennandi eiginleikum, meðal annars getunni til að taka upp hreyfimyndir, klippa þær og upphala á netið án milligöngu tölvu.

Í Info World er greint frá því hvernig hægt verði að skjóta myndir í CIF-upplausn á símann og klippa þær til. Auk þess verður hægt að setja texta inn á myndirnar og bæta hljóði við þær, áður en þeim er hlaðið á vefsíður á netinu.

Vélin er reyndar ekki sú fyrsta sinnar tegundar, þar sem Casio Computer sendi nýlega frá sér myndavél með eiginleikann til að skjóta YouTube-myndbönd og hlaða þeim milliliðalaust niður á netið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×