Það fer að styttast í að fjórði Grand Theft Auto leikurinn komi út. leikurinn lítur vel út. Hvern hefði grunað að meðalunglingnum fyndist fátt skemmtilegra en keyra hratt (helst á fólk), skjóta fólk (helst saklaust) og verða illræmdasti glæpamaðurinn í borginni (með því að drepa alla hina)?
Svarið er Rock Star Games og þeir eru enn að græða á þessari uppgötvun sinni. Í október kemur út fjórði leikurinn. í Grand Theft Auto seríunni og það verður að segjast eins og er að myndir og myndskeið úr leiknum líta vel út.
Meiri drungi virðist hvíla yfir þessum leik en forverunum og eðlilega er grafíkin orðin mun betri með betri tækjakosti. Hægt er að skoða leikinn nánar á. www.rockstargames.com/IV