Tveir ökumenn voru sviptir ökuleyfi til bráðabirgða í gærkvöldi en bílar þeirra mældust á meira en tvöföldum leyfilegum hámarkshraða í íbúðargötu í Breiðholti. Annar ökumannanna er 17 ára og nýkominn með bílpróf en hinn er á fertugsaldri.
Aðrir tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur. Annar var stöðvaður í miðborginni um kvöldmatarleytið í gær en hinn í Kópavogi í nótt. Þeir eru báðir um þrítugt. Til viðbótar stöðvaði lögreglan þrjá ökumenn sem höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi. Einn þeirra er 18 ára og hefur áður verið tekinn fyrir sama brot.