Erlent

Vísindamenn skoða þróun fíla

Vísindamenn segjast hafa reiknað út hvenær leiðir skildust milli Afríkufílsins og Asíufílsins. Samkvæmt rannsóknum þeirra hófu tegundirnar að þróast hvor í sína átt frá sameiginlegum forfeðrum fyrir 7,6 miljónum árum.

Bandarískir og þýskir vísindamenn komust með samanburðarrannsóknum á erfðaefni beggja tegunda að þessari niðurstöðu. Einnig höfðu þeir til viðmiðunar sýni úr hinum útdauðu skyldfílum, loðfílum og mastódonum.

 

Leitast er við að draga upp greinagott fjölskyldutré sem skýrir skyldleika fílategunda. Samkvæmt trénu eins og það lítur út í dag þróaðist Afríkufíllinn frá bæði Asíufílnum og mammútum fyrir 7,6 miljón árum. Um það bil níuhundruð þúsund árum síðar þróuðust Asíufíllinn og loðfíllinn í sundur.

Ýmislegt í vaxtarlagi Afríku-, og Asíufílsins skilur á með þeim. Afríkufíllinn er ívið stærri, þar með talið eyrun. Á báðum kynjum Afríkufílsins vaxa fílabein en einungis á karldýrum meðal Asíufílsins.

BBC greinir frá

Reyndar má geta þess að vísindamenn eru ekki á einu máli um fjölda núlifandi fílategunda í heiminum. Samkvæmt rannsóknum sem gerðar voru 2001 og kunngjörðar í tímaritinu Science, er skógarfíllinn í Afríku, sem áður var álitinn deilitegund Afríkufílsins, sérstök tegund.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×