Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir vitnum að skemmdum sem urðu á bensíndælu hjá N1 í Grindavík aðfaranótt sunnudags. Óþekktur aðili var að dæla bensíni en ók á brott án þess að taka slöngu bensíndælunnar úr bensíntanki bifreiðarinnar. Af þessu hlutust nokkrar skemmdir.
Þeir sem geta gefið upplýsingar málið eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum.