Hagnaður Landsbankans á fyrstu sex mánuðum ársins var 26,3 milljarðar króna eftir skatta. Arðsemi eigin fjár var 39%. Það er sex milljörðum króna betri afkoma en á sama tímabili í fyrra. Heildareignir bankans námu 2.597 milljörðum króna í lok júní 2007 í samanburði við 2.173 milljarða króna í upphafi ársins.
Þóknunartekjur námu 19,5 milljörðum króna (EUR 223m), þar af koma 12,8 milljarðar króna frá erlendri starfsemi eða 65% í samanburði við 7,6 milljarða króna eða 55% fyrir sama tímabil á fyrra ári.
Innlán viðskiptavina jukust um 74% og námu 1.187 milljörðum króna í lok júní. Innlánin nema 76% af heildarútlánum til viðskiptavina í samanburði við 47% í ársbyrjun.