Sláturhús sögð hindra innflutning á kjöti Óli Tynes skrifar 2. ágúst 2007 12:12 Sláturhús eru sökuð um að beita bellibrögðum til þess að hindra innflutning á kjöti á svokölluðum núllkvóta. Og landbúnaðarráðuneytið er sakað um að líta á þetta með velþóknun. Formaður neytendasamtakanna segir að útboðsaðferðin sé gersamlega misheppnuð.Fjölmargir fagaðilar hafa tjáð sig um þennan kjötinnflutning í fjölmiðlum undanfarið. Þarna er verið að fjalla um 550 tonn af kjöti sem boðin voru út í mars á núll krónur í toll. Þessi kvóti er hluti af samningi sem ríkisstjórnin gerði við Evrópusambandið til þess að lækka vöruverð hér á landi. Allt þetta kjöt á að flytja inn fyrir 31. desember næstkomandi.Framkvæmdin hefur hinsvegar verið dálítið furðuleg. Við fyrsta útboð í mars var öllum tilboðum hafnað vegna þess að einhver bauð svo hátt að það hefði verið ódýrara að flytja kjötið inn á fullum tollum. Við annað útboð var tilboðum tekið frá nokkrum fyrirtækjum.Langstærst í því var Sláturhúsið á Hellu sem sótti um og fékk leyfi til innflutnings á 319 tonnum. Leið svo og beið og ekkert var flutt inn. Þegar farið var að grennslast fyrir um málið tilkynnti Sláturhúsið á Hellu að það væri hætt við innflutninginn og gáfu þá skýringu að þeir hefðu misskilið útboðið. Það var fjórða júní. Rétt er að geta þess að það kostaði Sláturhúsið á Hellu ekki krónu að halda kvótanum í allan þennan tíma. Með því var auðvitað komið í veg fyrir að aðrir flyttu inn þetta kjöt.Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Ferskar kjötvörur segir í Fréttablaðinu að engin svör fáist frá Landbúnaðarráðuneytinu um framhaldið. Þar fáist þau ein svör að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort eða hvenær kvótinn verður boðinn upp í þriðja skipti.Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna sagði í samtali við Fréttastofuna í morgun að þá renni í grun að fyrirtæki séu vísvitandi að koma í veg fyrir innflutninginn. Þetta sé enn eitt dæmið um hversu misheppnuð útboðsleiðin sé. Hann telur nær að nota hlutkesti frekar en fara tilboðsleiðina. En auðvitað ætti helst að afnema tolla í einhverjum áföngum. Erlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Sláturhús eru sökuð um að beita bellibrögðum til þess að hindra innflutning á kjöti á svokölluðum núllkvóta. Og landbúnaðarráðuneytið er sakað um að líta á þetta með velþóknun. Formaður neytendasamtakanna segir að útboðsaðferðin sé gersamlega misheppnuð.Fjölmargir fagaðilar hafa tjáð sig um þennan kjötinnflutning í fjölmiðlum undanfarið. Þarna er verið að fjalla um 550 tonn af kjöti sem boðin voru út í mars á núll krónur í toll. Þessi kvóti er hluti af samningi sem ríkisstjórnin gerði við Evrópusambandið til þess að lækka vöruverð hér á landi. Allt þetta kjöt á að flytja inn fyrir 31. desember næstkomandi.Framkvæmdin hefur hinsvegar verið dálítið furðuleg. Við fyrsta útboð í mars var öllum tilboðum hafnað vegna þess að einhver bauð svo hátt að það hefði verið ódýrara að flytja kjötið inn á fullum tollum. Við annað útboð var tilboðum tekið frá nokkrum fyrirtækjum.Langstærst í því var Sláturhúsið á Hellu sem sótti um og fékk leyfi til innflutnings á 319 tonnum. Leið svo og beið og ekkert var flutt inn. Þegar farið var að grennslast fyrir um málið tilkynnti Sláturhúsið á Hellu að það væri hætt við innflutninginn og gáfu þá skýringu að þeir hefðu misskilið útboðið. Það var fjórða júní. Rétt er að geta þess að það kostaði Sláturhúsið á Hellu ekki krónu að halda kvótanum í allan þennan tíma. Með því var auðvitað komið í veg fyrir að aðrir flyttu inn þetta kjöt.Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Ferskar kjötvörur segir í Fréttablaðinu að engin svör fáist frá Landbúnaðarráðuneytinu um framhaldið. Þar fáist þau ein svör að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort eða hvenær kvótinn verður boðinn upp í þriðja skipti.Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna sagði í samtali við Fréttastofuna í morgun að þá renni í grun að fyrirtæki séu vísvitandi að koma í veg fyrir innflutninginn. Þetta sé enn eitt dæmið um hversu misheppnuð útboðsleiðin sé. Hann telur nær að nota hlutkesti frekar en fara tilboðsleiðina. En auðvitað ætti helst að afnema tolla í einhverjum áföngum.
Erlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira