Innlent

Jarðskjálftar við Upptyppinga merkilegur vitnisburður

Engin merki eru um að eldgos sé í vændum norðan Vatnajökuls að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Hann segir jarðskjálftana við Upptyppinga að undanförnu þó merkilegan vitnisburð um það hvernig jarðskorpan á Íslandi myndast.

Miklar jarðhræringar hafa mælst við Upptyppinga síðan í ferbúarlok sem þykja benda til eldsumbrota sérstaklega í ljósi þess að skjálftarnir sem þar hafa mælst eru á mjög afmörkuðu svæði og á mjög miklu dýpi. Svæðið sem um ræðir nær frá Herðubreiðatöglum og að Upptyppingum.

Upptyppingar eru hluti af Kverkfjallaeldstöðinni og hafa vísindamenn frá Háskóla Íslands verið við mælingar á svæðinu frá því á föstudag en svæðið nær frá Kverkfjöllum og að Herðubreiðulindum. Páll Einarssson, jarðeðlisfræðingur var staddur í Kverkfjöllum í dag og þegar fréttastofa spurði hann frétta sagði hann lítið nýtt vera í stöðunni en verið væri að þétta mælinet jarðfræðinga á svæðinu. Aðspurður hvort einhver merki þess væri að finna að eldsumbrot hafi náð upp á yfirborðið sagði hann svo ekki vera enda væru skjálftarnir við Upptyppinga enn mjög djúpir.

Hann sagði þá þó mjög merkilegan vitnisburð um það hvernig jarðskorpan undir Íslandi myndast en þetta er í fyrsta skipti sem hægt er að rannsaka það svo nákvæmlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×