Óttast að alheimskreppa skelli á Guðjón Helgason skrifar 10. ágúst 2007 18:30 Sérfræðingar á alþjóðlegum fjármálamarkaði óttast alheimskreppu ef niðursveifla á mörkuðum í gær og í dag heldur áfram. Forsætisráðherra segir enn sem komið er enga ástæðu fyrir ríkisstjórnina að grípa til aðgerða. Dagurinn byrjaði illa á fjármálamörkuðum í Asíu og Evrópu í morgun en niðursveifla var einnig á mörkuðum í gær vegna slæmrar stöðu þeirra fjármálastofnana sem lánað hafa fólki með slakt lánstraust fé til húsnæðiskaupa. Fjármálafyrirtæki hafa þurft að taka á sig mikið tap vegna þessa og hafa vanskil á lánum aukist verulega vegna hækkandi vaxta. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um tæp 4% í gær og í dag. Í Japan féll Nikkei-vísitalan um 2,5% í morgun og þá féll verð á hlutabréfum á mörkuðum í Hong Kong og Singapore um 2-4%. Hlutabréf á mörkuðum í Evrópu lækkuðu í verði þegar opnað var fyrir viðskipti í morgun. Norska blaðið Aftenposten talar um blóðrauðan dag á norskum markaði en þar lækkaði gengi hlutabréfa um 2,1% á fyrsta hálftíma sem viðskipti voru heimil í morgun. FTSE vísitalan í Lundúnum lækkaði um 3,1%, CAC-vísitalan franska lækkaði um 3% og hin þýska DAX um 1,6%. Seðlabankar Japans, Ástralíu, Evrópu og Bandaríkjanna hafa reynt að bregðast við þessu og dælt fé inn á markaðinn í þeirri von að ná jafnvægi og koma í veg fyrir frekari fall á mörkuðum. Þegar Kauphöll Íslands var lokað í dag hafði úrvalsvísitalan lækkað um 3,5% og krónan veikst um 2%. Gengi bréfa í fjármálafyrirtækjum á Íslandi lækkaði mikið, mest í Exista um 6,5%. Sérfræðingar á alþjóðamarkaði segja að á þessari stundu sé ómögulegt að geta sér til um umfang vandans og áhrif hans um allan heim. Það sé þó ljóst að erfiðara verði fyrir banka, fyrirtæki og neytendur að fá lánsfé og nálgast lausafé. Að óbreyttu stefni í alheimskreppu. Sérfræðingar í íslenska bankageiranum segja að áhrifin hér verði vissulega einhver en íslensku bankarnir séu ekki berskjaldaðir fyrir lánveitingunum í Bandaríkjunum. Það verði hins vegar dýrara að taka lán og erfitt að fá þau. Skuldsettar yfirtökur verði færri og þá verði bankarnir af þókunartekjur. Þeir hafi þó varið sig vel fyrir veikingu krónunnar með að auka eigið fé í öðrum gjaldmiðlum fyrr í sumar. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir enga ástæðu til að grípa til sérstakra aðgerða vegna ástandsins. Auðvitað hafi hræringar erlendis áhrif á íslenskum markaði nú miðað við opið hagkerfi og alþjóðavæðingu. Hins vegar sjái hann ekki ástæðu til að ríkisstjórnin grípi til sérstakra aðgerða, að minnsta kosti ekki að svo stöddu. Erlent Fréttir Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Sérfræðingar á alþjóðlegum fjármálamarkaði óttast alheimskreppu ef niðursveifla á mörkuðum í gær og í dag heldur áfram. Forsætisráðherra segir enn sem komið er enga ástæðu fyrir ríkisstjórnina að grípa til aðgerða. Dagurinn byrjaði illa á fjármálamörkuðum í Asíu og Evrópu í morgun en niðursveifla var einnig á mörkuðum í gær vegna slæmrar stöðu þeirra fjármálastofnana sem lánað hafa fólki með slakt lánstraust fé til húsnæðiskaupa. Fjármálafyrirtæki hafa þurft að taka á sig mikið tap vegna þessa og hafa vanskil á lánum aukist verulega vegna hækkandi vaxta. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um tæp 4% í gær og í dag. Í Japan féll Nikkei-vísitalan um 2,5% í morgun og þá féll verð á hlutabréfum á mörkuðum í Hong Kong og Singapore um 2-4%. Hlutabréf á mörkuðum í Evrópu lækkuðu í verði þegar opnað var fyrir viðskipti í morgun. Norska blaðið Aftenposten talar um blóðrauðan dag á norskum markaði en þar lækkaði gengi hlutabréfa um 2,1% á fyrsta hálftíma sem viðskipti voru heimil í morgun. FTSE vísitalan í Lundúnum lækkaði um 3,1%, CAC-vísitalan franska lækkaði um 3% og hin þýska DAX um 1,6%. Seðlabankar Japans, Ástralíu, Evrópu og Bandaríkjanna hafa reynt að bregðast við þessu og dælt fé inn á markaðinn í þeirri von að ná jafnvægi og koma í veg fyrir frekari fall á mörkuðum. Þegar Kauphöll Íslands var lokað í dag hafði úrvalsvísitalan lækkað um 3,5% og krónan veikst um 2%. Gengi bréfa í fjármálafyrirtækjum á Íslandi lækkaði mikið, mest í Exista um 6,5%. Sérfræðingar á alþjóðamarkaði segja að á þessari stundu sé ómögulegt að geta sér til um umfang vandans og áhrif hans um allan heim. Það sé þó ljóst að erfiðara verði fyrir banka, fyrirtæki og neytendur að fá lánsfé og nálgast lausafé. Að óbreyttu stefni í alheimskreppu. Sérfræðingar í íslenska bankageiranum segja að áhrifin hér verði vissulega einhver en íslensku bankarnir séu ekki berskjaldaðir fyrir lánveitingunum í Bandaríkjunum. Það verði hins vegar dýrara að taka lán og erfitt að fá þau. Skuldsettar yfirtökur verði færri og þá verði bankarnir af þókunartekjur. Þeir hafi þó varið sig vel fyrir veikingu krónunnar með að auka eigið fé í öðrum gjaldmiðlum fyrr í sumar. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir enga ástæðu til að grípa til sérstakra aðgerða vegna ástandsins. Auðvitað hafi hræringar erlendis áhrif á íslenskum markaði nú miðað við opið hagkerfi og alþjóðavæðingu. Hins vegar sjái hann ekki ástæðu til að ríkisstjórnin grípi til sérstakra aðgerða, að minnsta kosti ekki að svo stöddu.
Erlent Fréttir Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira