Fréttamaður breska blaðsins Daily Telegraph hefur verið í Líbanon undanfarið til þess að fylgjast með gangi mála. Hann segir að Líbanir hafi af því miklar áhyggjur að næsta stríð við Ísrael sé ekki langt undan.
Hizbolla eru að kaupa upp land rétt norðan við Litani ána. Sunnamegin árinnar eru 13 þúsund friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna. Þeir halda uppi stöðugum eftirlitsferðum. En umboð þeirra nær ekki nema að ánni. Á hinum bakkanum geta Hizbolla gert það sem þau vilja og eldflaugar þeirra draga auðveldlega til borga í norðurhluta Ísraels.