Viðskipti erlent

Nokia býðst til að skipta út göllum rafhlöðum

Gölluðu rafhlöurnar eru af tegundinni BL-5C.
Gölluðu rafhlöurnar eru af tegundinni BL-5C. MYND/NOKIA.COM

Farsímaframleiðandinn Nokia býðst til að skipta út um 46 milljón farsímarafhlöðum en þessi ákveðna tegund rafhlaðna hefur átt það til að ofhitna í hleðslu. Um er að ræða rafhlöðu sem merkt er BL-5C og var framleidd af Matsuhita á tímabilinu frá desember 2005 til nóvember 2006. Rafhlöðurnar voru notaðar í rúmlega 50 mismunandi síma. Nokia er að vinna náið með Matsuhita við að rannsaka vandamálið.

Nokkrir framleiðendur hafa framleitt samanlagt yfir 300 milljón BL-5C rafhlöður fyrir Nokia en gallinn á aðeins við þær sem Matsuhita framleiddi. Nokia segir að tilkynnt hafi verið um 100 tilvik þar sem rafhlaða af þessari tegund ofhitnaði.

Nokia hefur sett upp vefsíðu þar sem hægt er að slá inn raðnúmeri BL-5C rafhlöðunnar til að sjá hvort hún sé ein af þeim sem Matsuhita framleiddi.

Vefsíða Nokia






Fleiri fréttir

Sjá meira


×