Hráolíuverð hækkar í verði 15. ágúst 2007 15:04 Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði á fjármálamarkaði í dag eftir að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því að hráolíu- og eldsneytisbirgðir landsins hefðu dregist meira saman en spáð hafði verið. Veðurspáin næstu vikur réð sömuleiðis nokkru um hækkunina en því er spáð að olíuvinnslustöðvum við Mexíkóflóa geti stafað hætta af hitabeltisstormum á næstunni. Olíubirgðir drógust saman um 5,2 milljónir tunna á milli vikna í Bandaríkjunum en það er tæpum fimm milljónum tunnum meira en greinendur höfðu gert ráð fyrir. Þá hefur eftirspurn eftir eldsneyti í sumar haldið olíuverði uppi í Bandaríkjunum en hún er 0,4 prósentum meiri nú en á sama tíma í fyrra. Hitabeltisstormar eru tíðir á Mexíkóflóa um þetta leyti árs og munu tveir þeirra geta valdið tjóni á olíuvinnslustöðvum við flóann, að sögn fréttastofunnar Associated Press. Hitabeltisstormurinn Dean er enn sem komið er langt frá flóanum en gæti valdið usla síðar í vikunni. Annar stormur mun þó vera á leiðinni en óttast er að hann geti nálgast olíuvinnslustöðvar við flóann í fyrramálið, að sögn fréttastofunnar. Hráolía sem verður afhent í næsta mánuði hækkaði um 90 sent á markaði í Bandaríkjunum og stendur nú í 73,28 dölum á tunnu. Verð á Brent Norðursjávarolíu hækkaði sömuleiðis um 87 sent á markaði í Bretlandi og stendur nú í 71,38 dölum á tunnu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði á fjármálamarkaði í dag eftir að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því að hráolíu- og eldsneytisbirgðir landsins hefðu dregist meira saman en spáð hafði verið. Veðurspáin næstu vikur réð sömuleiðis nokkru um hækkunina en því er spáð að olíuvinnslustöðvum við Mexíkóflóa geti stafað hætta af hitabeltisstormum á næstunni. Olíubirgðir drógust saman um 5,2 milljónir tunna á milli vikna í Bandaríkjunum en það er tæpum fimm milljónum tunnum meira en greinendur höfðu gert ráð fyrir. Þá hefur eftirspurn eftir eldsneyti í sumar haldið olíuverði uppi í Bandaríkjunum en hún er 0,4 prósentum meiri nú en á sama tíma í fyrra. Hitabeltisstormar eru tíðir á Mexíkóflóa um þetta leyti árs og munu tveir þeirra geta valdið tjóni á olíuvinnslustöðvum við flóann, að sögn fréttastofunnar Associated Press. Hitabeltisstormurinn Dean er enn sem komið er langt frá flóanum en gæti valdið usla síðar í vikunni. Annar stormur mun þó vera á leiðinni en óttast er að hann geti nálgast olíuvinnslustöðvar við flóann í fyrramálið, að sögn fréttastofunnar. Hráolía sem verður afhent í næsta mánuði hækkaði um 90 sent á markaði í Bandaríkjunum og stendur nú í 73,28 dölum á tunnu. Verð á Brent Norðursjávarolíu hækkaði sömuleiðis um 87 sent á markaði í Bretlandi og stendur nú í 71,38 dölum á tunnu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira