Viðskipti erlent

Geisladiskurinn 25 ára í dag

Fyrir sléttum 25 árum, þann 17. ágúst árið 1982, leit fyrsti geisladiskurinn dagsins ljós í verksmiðju tækjaframleiðandans Phillips. Um árabil höfðu fræðimenn á vegum Phillips og Sony, ásamt fjölmörgum öðrum, unnið að hönnun gripsins.

Eins og flestir vita fór geisladiskurinn sigurför um heiminn og bylti framleiðslu og dreifingu tónlistar. Á þessum 25 árum hafa yfir 200.000 miljónir geisladiska verið framleiddir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×