Lifandi líffæragjafar á Íslandi bera mikinn kostnað af gjöf sinni 19. ágúst 2007 18:29 Lifandi líffæragjafar á Íslandi geta orðið fyrir miklum fjárhagslegum skakkaföllum því þeir þurfa að taka á sig stærstan hlutann af allri launaskerðingu vegna aðgerða sem þeir gangast undir. Réttur lifandi nýrnagjafa er mjög óljós á Íslandi segir Runólfur Pálsson, yfirlæknir á Landspítalanum. Yfirlæknir nýrnalækninga á Landspítalanum vill að ríkið komið með miklu afdráttarlausari hætti að málefnum lifandi nýrnagjafa en gerst hefur fram til þessa. Pólverjinn Irek Gluchowksi bíður nú eftir nýra hér á landi, en hann fékk alvarlega sýkingu hér, sem leiddi til þess að bæði nýrun skemmdust og taka þurfti neðan af báðum fótum hans. Íslenskur karlmaður vill gefa Pólverjanum annað nýra sitt en Íslendingurinn má jafnvel reikna með að það geti reynst honum kostnaðarsamt. Runólfur Pálsson læknir segir að ríkið verði hreinlega að létta undir með þeim sem gefa nýru en verulegur kostnaður getur lent á þeim sem gefa slík líffæri. Runólfur Pálsson segir að lifandi nýrnagjafar séu algerlega háðir velvilja vinnuveitenda sinna þegar þeir þurfi að vera frá vinnu allt upp í tvo mánuði eftir aðgerð. Hann segir að sjálfstæðir atvinnurekendur, eins og tannlæknar og iðnaðarmenn, hafi engar tekjur þann tíma sem þeim sé ekki unnt að vinna í framhaldi af líffæragjöfinni. Það eina sem nýrnagjafar eigi rétt á séu sjúkradagpeningar sem séu í nær öllum tilvikum langt undir launum. Runólfur segir að um gríðarlega stóra gjöf sé að ræða þar sem líffæragjafinn þurfi að gangast undir skurðaðgerð í þágu annars. Um hundrað lifandi Íslendingar hafa gefið nýru og gengist undir aðgerð en þeir eru um tveir þriðju af öllum nýrnagjöfum hérlendis undanfarin ár. Runólfur segir að ígræðslan sé ekki bara mikilvæg fyrir líffæraþegann því samfélagið hagnist allt þar sem meðferð sjúklingsins verði margfalt ódýrari á eftir. Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Lifandi líffæragjafar á Íslandi geta orðið fyrir miklum fjárhagslegum skakkaföllum því þeir þurfa að taka á sig stærstan hlutann af allri launaskerðingu vegna aðgerða sem þeir gangast undir. Réttur lifandi nýrnagjafa er mjög óljós á Íslandi segir Runólfur Pálsson, yfirlæknir á Landspítalanum. Yfirlæknir nýrnalækninga á Landspítalanum vill að ríkið komið með miklu afdráttarlausari hætti að málefnum lifandi nýrnagjafa en gerst hefur fram til þessa. Pólverjinn Irek Gluchowksi bíður nú eftir nýra hér á landi, en hann fékk alvarlega sýkingu hér, sem leiddi til þess að bæði nýrun skemmdust og taka þurfti neðan af báðum fótum hans. Íslenskur karlmaður vill gefa Pólverjanum annað nýra sitt en Íslendingurinn má jafnvel reikna með að það geti reynst honum kostnaðarsamt. Runólfur Pálsson læknir segir að ríkið verði hreinlega að létta undir með þeim sem gefa nýru en verulegur kostnaður getur lent á þeim sem gefa slík líffæri. Runólfur Pálsson segir að lifandi nýrnagjafar séu algerlega háðir velvilja vinnuveitenda sinna þegar þeir þurfi að vera frá vinnu allt upp í tvo mánuði eftir aðgerð. Hann segir að sjálfstæðir atvinnurekendur, eins og tannlæknar og iðnaðarmenn, hafi engar tekjur þann tíma sem þeim sé ekki unnt að vinna í framhaldi af líffæragjöfinni. Það eina sem nýrnagjafar eigi rétt á séu sjúkradagpeningar sem séu í nær öllum tilvikum langt undir launum. Runólfur segir að um gríðarlega stóra gjöf sé að ræða þar sem líffæragjafinn þurfi að gangast undir skurðaðgerð í þágu annars. Um hundrað lifandi Íslendingar hafa gefið nýru og gengist undir aðgerð en þeir eru um tveir þriðju af öllum nýrnagjöfum hérlendis undanfarin ár. Runólfur segir að ígræðslan sé ekki bara mikilvæg fyrir líffæraþegann því samfélagið hagnist allt þar sem meðferð sjúklingsins verði margfalt ódýrari á eftir.
Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent