Læknalaust víða á landinu vegna manneklu Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 20. ágúst 2007 18:39 Erfitt hefur reynst að manna sumarafleysingar lækna í Rangárvallasýslu í sumar og hefur einungis einn læknir verið starfandi á Hvolsvelli á tímum í sumar. Á Hellu hefur verið læknalaust stóran part sumars þegar tugir þúsundir ferðamanna bætast við íbúafjölda í héraðinu. Um fjögur þúsund manns búa í Rangárvallasýslu sem spannar frá Þjórsá til Skóga. Á svæðinu eru nokkrir fjölsóttustu ferðamannastaðir landsins, eins og Þórsmörk, Landmannalaugar og Galtalækjaskógur. Ferðamenn skipta ekki þúsundum á sumrin, heldur tugum þúsunda og eykur það mjög álag á læknaþjónustu. Þrjár læknastöður eru í Rangárvallasýslu. Á tímabilum í sumar hefur einungis einn læknir verið starfandi á Hvolsvelli, en á Hellu hefur verið læknalaust. Guðmundur Benediktsson yfirlæknir Heilsugæslunnar á Hvolsvelli segir tölfræði og aðsókartölur sýna mikla aukningu á sumrin. Auk þess að sinna venjubundnum störfum í tengslum við íbúana bætist ferðamennirnir við. Hann segir þetta endurspegla það ástand sem er víða úti á landi, menn eigi rétt á sumarfríjum og mjög erfitt sé að fá færa eða útskrifaða menn til að taka sumarafleysingarnar. Matthías Halldórsson landlæknir segir að erfitt að mæta þessum álagstímum og ekki sé auðvelt að leysa þessi mál þar sem vanti fólk til að ganga inn í störfin. Sama ástand skapist meðal annars á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Á sumum stöðum úti á landi hafi verið auglýst eftir læknum í útlöndum, en auðvitað sé betra að þeir tali íslensku. Guðmundur segir að ekki sé slegið af þjónustunni, engir biðlistar séu og læknum beri auk þess skylda til að sinna bráðaþjónustu. Langvarandi mannekla og álag geti hins vegar orðið til þess að menn þreytist, og þannig aukist hætta á mistökum. Innlent Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Fleiri fréttir Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Sjá meira
Erfitt hefur reynst að manna sumarafleysingar lækna í Rangárvallasýslu í sumar og hefur einungis einn læknir verið starfandi á Hvolsvelli á tímum í sumar. Á Hellu hefur verið læknalaust stóran part sumars þegar tugir þúsundir ferðamanna bætast við íbúafjölda í héraðinu. Um fjögur þúsund manns búa í Rangárvallasýslu sem spannar frá Þjórsá til Skóga. Á svæðinu eru nokkrir fjölsóttustu ferðamannastaðir landsins, eins og Þórsmörk, Landmannalaugar og Galtalækjaskógur. Ferðamenn skipta ekki þúsundum á sumrin, heldur tugum þúsunda og eykur það mjög álag á læknaþjónustu. Þrjár læknastöður eru í Rangárvallasýslu. Á tímabilum í sumar hefur einungis einn læknir verið starfandi á Hvolsvelli, en á Hellu hefur verið læknalaust. Guðmundur Benediktsson yfirlæknir Heilsugæslunnar á Hvolsvelli segir tölfræði og aðsókartölur sýna mikla aukningu á sumrin. Auk þess að sinna venjubundnum störfum í tengslum við íbúana bætist ferðamennirnir við. Hann segir þetta endurspegla það ástand sem er víða úti á landi, menn eigi rétt á sumarfríjum og mjög erfitt sé að fá færa eða útskrifaða menn til að taka sumarafleysingarnar. Matthías Halldórsson landlæknir segir að erfitt að mæta þessum álagstímum og ekki sé auðvelt að leysa þessi mál þar sem vanti fólk til að ganga inn í störfin. Sama ástand skapist meðal annars á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Á sumum stöðum úti á landi hafi verið auglýst eftir læknum í útlöndum, en auðvitað sé betra að þeir tali íslensku. Guðmundur segir að ekki sé slegið af þjónustunni, engir biðlistar séu og læknum beri auk þess skylda til að sinna bráðaþjónustu. Langvarandi mannekla og álag geti hins vegar orðið til þess að menn þreytist, og þannig aukist hætta á mistökum.
Innlent Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Fleiri fréttir Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Sjá meira