Buffett sér kauptækifæri á fasteignalánamarkaðnum 21. ágúst 2007 15:29 Warren Buffett. Hér ræðir hann við félaga sinn Bill Gates, annan af tveimur stofnendum hugbúnaðarrisans Microsoft. Mynd/AFP Bandaríska viðskiptadagblaðið Wall Street Journal leiðir að því líkum í dag að auðkýfingurinn aldni Warren Buffett sé líklegur til að kaupa hluta af fasteignalánastarfsemi bandaríska fjármálafyrirtækisins Countrywide Financial. Fyrirtækið hefur átt við verulega fjárhagsörðugleika að stríða vegna samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði og hefur verið rætt um yfirvofandi gjaldþrot þess. Blaðið segir fasteignalánahluta fyrirtækisins geta heillað Buffett en hann hefur fjárfest nokkuð í fjármálafyrirtækjum upp á síðkastið, ekki síst í þeim sem hafa lent í erfiðleikum vegna samdráttar á fasteignalánamarkaði. Þar á meðal hefur fjárfestingafélag hans, Bershire Hathaway, keypt hluti í Bank of America, einum af sex stærstu fasteignalánafyrirtækjum Bandaríkjanna. Buffett sagði í samtali við sjónvarpsstöðina CNBC á dögunum að mörg kauptækifæri hefðu skapast í hræringunum á fjármálamörkuðum upp á síðkastið. Countrywide hefur átt við mikla erfiðleika að etja upp á síðkastið og þurfti nýverið að nýta sér lánaheimild upp á jafnvirði 800 milljarða íslenskra króna vegna lausafjárskorts vegna mikilla vanskila viðskiptavina fyrirtækisins. Fjárfestingabankinn Merril Lynch sagði á dögunum að vegna þeirra slæmu stöðu sem fyrirtækið sé í sé mikil hætta á því að fyrirtækið verði gjaldþrota. Það hefur þegar hafið hagræðingu í rekstri, meðal annars með uppsögnum á starfsfólki. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bandaríska viðskiptadagblaðið Wall Street Journal leiðir að því líkum í dag að auðkýfingurinn aldni Warren Buffett sé líklegur til að kaupa hluta af fasteignalánastarfsemi bandaríska fjármálafyrirtækisins Countrywide Financial. Fyrirtækið hefur átt við verulega fjárhagsörðugleika að stríða vegna samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði og hefur verið rætt um yfirvofandi gjaldþrot þess. Blaðið segir fasteignalánahluta fyrirtækisins geta heillað Buffett en hann hefur fjárfest nokkuð í fjármálafyrirtækjum upp á síðkastið, ekki síst í þeim sem hafa lent í erfiðleikum vegna samdráttar á fasteignalánamarkaði. Þar á meðal hefur fjárfestingafélag hans, Bershire Hathaway, keypt hluti í Bank of America, einum af sex stærstu fasteignalánafyrirtækjum Bandaríkjanna. Buffett sagði í samtali við sjónvarpsstöðina CNBC á dögunum að mörg kauptækifæri hefðu skapast í hræringunum á fjármálamörkuðum upp á síðkastið. Countrywide hefur átt við mikla erfiðleika að etja upp á síðkastið og þurfti nýverið að nýta sér lánaheimild upp á jafnvirði 800 milljarða íslenskra króna vegna lausafjárskorts vegna mikilla vanskila viðskiptavina fyrirtækisins. Fjárfestingabankinn Merril Lynch sagði á dögunum að vegna þeirra slæmu stöðu sem fyrirtækið sé í sé mikil hætta á því að fyrirtækið verði gjaldþrota. Það hefur þegar hafið hagræðingu í rekstri, meðal annars með uppsögnum á starfsfólki.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira