Bíó og sjónvarp

Samið um kvikmyndarétt á Fólkinu í kjallaranum

Auður Jónsdóttir Sveinbjörn I. Baldvinsson og Úa Matthíasdóttir við undirritun samningsins
Auður Jónsdóttir Sveinbjörn I. Baldvinsson og Úa Matthíasdóttir við undirritun samningsins

Kvikmyndaframleiðslufélagið Túndra undirritaði í gær samning við Auði Jónsdóttur og Eddu útgáfu um kaup á réttindum til að gera kvikmynd eftir bókinni Fólkið í kjallaranum eftir Auði.

Fólkið í kjallaranum varð metsölubók og hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2005. Hún var einnig tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Bókin fjallar um Klöru sem ólst upp hjá frjálslyndum hippaforeldrum og átti skrautlega æsku. Hún er í sambúð með ungum manni á uppleið. Ákveðin atvik verða til þess að hún gerir upp við hugsjónir foreldranna, jafnframt því sem hún tekst á við gildismat eigin kynslóðar. Um leið uppgötvar hún nýjar hliðar á sjálfri sér og eigin lífi.

Túndra var stofnað árið 1990 af Sveinbirni I Baldvinssyni og framleiðir félagið efni fyrir sjónvarp og kvikmyndahús.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.