Sveiflukenndur dagur á Wall Street 21. ágúst 2007 21:12 Ben Bernanke, Seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Mynd/ AFP Bandarískar hlutabréfavísitölur enduðu bæði í plús og mínus eftir nokkuð sveiflukenndan dag á hlutabréfamarkaði vestanhafs í dag. Þótt sérfræðingar telji enn of snemmt að segja til um hvort jafnvægi sé komið á fjármálamarkaði telja þeir líklegt að seðlabanki Bandaríkjanna þurfi ekki að lækka stýrivexti til að bregðast við niðursveiflunni. Nasdaq-vísitalan hækkaði um 0,5 prósent en Dow Jones-vísitalan lækkaði um 0,23 prósent. Fréttaveitan Bloomberg bendir á fjárfestar hafi þrýst mjög á seðlabankann að hann lækkaði stýrivexti úr 5,25 prósentum til að gera fjármálafyrirtækjum vestanhafs lífið léttara. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur hins vegar staðið fast á sínu og sagt, að slíkt verði einungis gert sjá hann vísbendingar um að draga sé úr verðbólgu. Bankinn hefur eftir sem áður beitt sér í því að minnka álagið, svo sem með því að gefa fjármálafyrirtækjum kost á að sækja sér lán með lægri vöxtum en venjulega auk þess sem hann lækkaði daglánavexti á föstudag. Við það tóku fjármálamarkaði kipp. Bankinn setti aukið fjármagn inn á bandarískan fjármálamarkað í dag en heildarsumman sem bankinn hefur varið í aðgerðina á viku stendur í rúmum hundrað milljörðum dala. Bloomberg segir að dregið hafi úr taugatitringi á fjármálamörkuðum eftir talsverða niðursveiflu síðustu daga og geti seðlabankinn komist hjá því að bregðast við óróanum með lækkun stýrivaxta fyrr en áætlað er. Næsti stýrivaxtafundur seðlabankans er 18. september næstkomandi. Bernanke og Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, funduðu um hræringar á fjármálamörkuðum í dag. Ráðherrann sagði að fundinum loknum að fjárfestar ættu að sýna þolinmæði. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bandarískar hlutabréfavísitölur enduðu bæði í plús og mínus eftir nokkuð sveiflukenndan dag á hlutabréfamarkaði vestanhafs í dag. Þótt sérfræðingar telji enn of snemmt að segja til um hvort jafnvægi sé komið á fjármálamarkaði telja þeir líklegt að seðlabanki Bandaríkjanna þurfi ekki að lækka stýrivexti til að bregðast við niðursveiflunni. Nasdaq-vísitalan hækkaði um 0,5 prósent en Dow Jones-vísitalan lækkaði um 0,23 prósent. Fréttaveitan Bloomberg bendir á fjárfestar hafi þrýst mjög á seðlabankann að hann lækkaði stýrivexti úr 5,25 prósentum til að gera fjármálafyrirtækjum vestanhafs lífið léttara. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur hins vegar staðið fast á sínu og sagt, að slíkt verði einungis gert sjá hann vísbendingar um að draga sé úr verðbólgu. Bankinn hefur eftir sem áður beitt sér í því að minnka álagið, svo sem með því að gefa fjármálafyrirtækjum kost á að sækja sér lán með lægri vöxtum en venjulega auk þess sem hann lækkaði daglánavexti á föstudag. Við það tóku fjármálamarkaði kipp. Bankinn setti aukið fjármagn inn á bandarískan fjármálamarkað í dag en heildarsumman sem bankinn hefur varið í aðgerðina á viku stendur í rúmum hundrað milljörðum dala. Bloomberg segir að dregið hafi úr taugatitringi á fjármálamörkuðum eftir talsverða niðursveiflu síðustu daga og geti seðlabankinn komist hjá því að bregðast við óróanum með lækkun stýrivaxta fyrr en áætlað er. Næsti stýrivaxtafundur seðlabankans er 18. september næstkomandi. Bernanke og Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, funduðu um hræringar á fjármálamörkuðum í dag. Ráðherrann sagði að fundinum loknum að fjárfestar ættu að sýna þolinmæði.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira