Erlent

T-rex myndi hlaupa uppi fótboltamann

Skaðræðis risaeðlan Tyrannosaurus rex mun hafa hlaupið hraðar en knattspyrnumaður á sínum tíma. Þetta kemur fram nýrri rannsókn sem styðst við tölvulíkan.

Í rannsókninni var notast við steingervinga risaeðlanna í stað þess að nota upplýsingar sem fyrir liggja um dýr nútímans.

Það var Háskólinn í Manchester sem stóð fyrir rannsókninni og þar kemur í ljós að T-rex hljóp átta metra á sekúndu.

Fljótasta risaeðlan var lítil tvífætt kjötæta sem nefnist Compsognathus. Hún komst yfir 18 metra á sekúndu og var á stærð við kjúkling. Eini nútíma fuglinn sem nær þessum hraða er strúturinn. Til samanburðar hleypur 200 metra spretthlaupari á um 12 metrum á sekúndu.

Tyrannosaurus rex fór örlítið hraðar yfir en meðal fótboltamaður í leik. Þó er líklegt að fótboltamaðurinn kæmist enn hraðar ef T-rex væri á eftir honum.

Það er fréttavefur BBC sem greinir frá þessu. Hægt er að sjá tölvugert spretthlaup risaeðlanna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×