Erlent

Sjáldséð pöndufæðing í Austurríki

Valur Hrafn Einarsson skrifar
Myndin úr öryggismyndavél dýragarðsins. Yang Yang sést hér með nýfæddan húninn í munninum.
Myndin úr öryggismyndavél dýragarðsins. Yang Yang sést hér með nýfæddan húninn í munninum. MYND/AP

Fyrsta pandan í Evrópu sem var getin með eðlilegum hætti í dýragarði fæddist í Austurríki. Flestar risapöndur sem fæðast í dýragörðum eru getnar með tæknifrjóvgun, en stjórnandi Schoenbrunn dýragarðsins í Vínarborg vildi leyfa móðir náttúru að vinna sitt verk. Kvenkyns risapöndur eru aðeins frjóar í þrjá til fjóra daga á ári.

Húnninn sem er 10cm langur og 100gr á þyngd, var getinn af hinum sjö ára gömlu risapöndum dýragarðsins, kvendýrinu Yang Yang og karldýrinu Long Hui.

Dýragarðurinn í Vín fékk pönduparið að láni frá Kína árið 2003. Starfsmenn dýragarðsins höfðu næstum því gefið upp alla von um að Yang Yang yrði ólétt. Læknir við dýragarðinn sagði að ómskoðun sem Yang Yang fór í 6. ágúst hafi ekki gefið til kynna að hún væri það.

Húnninn uppgötvaðist snemma á fimmtudaginn þegar að óeðlileg hljóð bárust frá pöndusvæði dýragarðsins. Öryggismyndavélar staðfestu svo að húnninn væri fæddur. Kyn hans fæst ekki staðfest fyrr en eftir nokkrar vikur.

Árið 1984 byrjuðu stjórnvöld í Kína að lána erlendum dýragörðum risapöndur gegn greiðslu. Risapöndur eru í útrýmingarhættu eftir þær töpuðu um helmingi af bambusskógunum sem þær halda til villtar á árunum 1974-1988.

Aðeins er talið að um 1600 risapöndur lifi villtar í náttúrunni. Svo eru um 160 pöndur í dýragörðum víðsvegar um heiminn.

Fréttavefur BBC greindi frá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×