Viðskipti erlent

Tölvur fyrir alla

Eldri borgarar geta farið á sérstök tölvunámskeið hjá Mími-símenntun.
Eldri borgarar geta farið á sérstök tölvunámskeið hjá Mími-símenntun.

Tölvunámskeið fyrir byrjendur hjá Mími-símenntun henta vel fyrir þá sem ekkert vita um tölvur.

Ekki finnst öllum jafn auðvelt að fylgja tækninni og á meðan sumum finnst þeir ekki vera í neinu sambandi við umheiminn nema þeir séu með tölvuna í fanginu allan daginn finnst öðrum það meira en að segja það að finna út hvernig á að kveikja á tölvunni.

Tölvunámskeiðum fyrir byrjendur hjá Mími-símenntun eru hugsuð fyrir þá sem hafa aldrei notað tölvur og kunna ekki neitt á þær. Á námskeiðunum er farið í grunnatriði eins og að fara á netið, taka á móti tölvupósti og nota Word. Byrjendanámskeiðin eru fyrir fólk á öllum aldri og eru haldin á kvöldin. Einnig er boðið upp á sérstök tölvunámskeið fyrir eldri borgara sem eru haldin á daginn og hafa verið vel sótt. Í flestum tilvikum getur fólk notað tölvuna sína sem samskiptatæki eftir svona námskeið og fyrir sumum opnast alveg nýr heimur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×