Bakslag í Bandaríkjunum 28. ágúst 2007 20:37 Helstu vísitölur á bandarískum hlutabréfamarkaði féllu um rúm tvö prósent við lokun markaða í dag. Helstu ástæðurnar fyrir lækkuninni eru minni væntingar neytenda vestanhafs nú en áður í skugga samdráttar á bandarískum fasteignamarkaði. Þá dvína vonir fjárfesta um að bandaríski seðlabankinn kæmi til móts við þrengingar á fjármálamarkaði með lækkun stýrivaxta. Væntingarvísitala Bandaríkjamanna í ágúst hefur ekki verið lægri í tvö ár, eða síðan fellibylurinn Katrín reið yfir suðurströnd Bandaríkjanna. Ástæðan liggur í minni væntingum þeirra til efnahagslífsins í ljósi þess að fasteignum á söluskrá fjölgaði mjög á milli mánaða auk þess sem fasteignaverð hélt áfram að lækka líkt og síðastliðna tólf mánuði. Á móti hefur orðið erfiðara að festa sér fasteign í Bandaríkjunum þar sem fjármálafyrirtæki þar í landi eru nú tregari en áður að veita fasteignalán. Þá spilar inn í lækkunina nú að matsfyrirtæki gera ráð fyrir að samdráttur á fasteignalánamarkaði geti komið niður á fjármálafyrirtækjum á árinu. Fjárfestar hafa horft til þess að seðlabanki Bandaríkjanna kæmi til móts við þrengingar á markaðnum með lækkun stýrivaxta. Bankinn hefur gert það með ýmsu móti, meðal annars með því að veita bönkum lán á lægri vöxtum en gengur og gerist auk þess sem hann lækkaði daglánavexti fyrir tæpum hálfum mánuði. Ben Bernanke, seðlabankastjóri landsins, hefur hins vegar staðið á því föstum fótum að stýrivextir verði ekki lækkaðir fyrr en vísbendingar verði uppi um að draga sé úr verðbólgu. Dow Jones-vísitalan féll um 2,10 prósent, Nasdaq-vísitalan um 2,37 prósent og S&P-vísitalan um 2,35 prósent. Vísitölurnar hafa lækkað báða daga vikunnar. Það hefur valdið því að hækkun síðustu viku hefur þurrkast út, að sögn fréttaveitunnar Bloomberg. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Helstu vísitölur á bandarískum hlutabréfamarkaði féllu um rúm tvö prósent við lokun markaða í dag. Helstu ástæðurnar fyrir lækkuninni eru minni væntingar neytenda vestanhafs nú en áður í skugga samdráttar á bandarískum fasteignamarkaði. Þá dvína vonir fjárfesta um að bandaríski seðlabankinn kæmi til móts við þrengingar á fjármálamarkaði með lækkun stýrivaxta. Væntingarvísitala Bandaríkjamanna í ágúst hefur ekki verið lægri í tvö ár, eða síðan fellibylurinn Katrín reið yfir suðurströnd Bandaríkjanna. Ástæðan liggur í minni væntingum þeirra til efnahagslífsins í ljósi þess að fasteignum á söluskrá fjölgaði mjög á milli mánaða auk þess sem fasteignaverð hélt áfram að lækka líkt og síðastliðna tólf mánuði. Á móti hefur orðið erfiðara að festa sér fasteign í Bandaríkjunum þar sem fjármálafyrirtæki þar í landi eru nú tregari en áður að veita fasteignalán. Þá spilar inn í lækkunina nú að matsfyrirtæki gera ráð fyrir að samdráttur á fasteignalánamarkaði geti komið niður á fjármálafyrirtækjum á árinu. Fjárfestar hafa horft til þess að seðlabanki Bandaríkjanna kæmi til móts við þrengingar á markaðnum með lækkun stýrivaxta. Bankinn hefur gert það með ýmsu móti, meðal annars með því að veita bönkum lán á lægri vöxtum en gengur og gerist auk þess sem hann lækkaði daglánavexti fyrir tæpum hálfum mánuði. Ben Bernanke, seðlabankastjóri landsins, hefur hins vegar staðið á því föstum fótum að stýrivextir verði ekki lækkaðir fyrr en vísbendingar verði uppi um að draga sé úr verðbólgu. Dow Jones-vísitalan féll um 2,10 prósent, Nasdaq-vísitalan um 2,37 prósent og S&P-vísitalan um 2,35 prósent. Vísitölurnar hafa lækkað báða daga vikunnar. Það hefur valdið því að hækkun síðustu viku hefur þurrkast út, að sögn fréttaveitunnar Bloomberg.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira