Fjárfestar vongóðir um stýrivaxtalækkun vestra 31. ágúst 2007 14:56 Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Hann segir bankann ætla að gera hvað hann geti til að bregðast við hræringum á fjármálamörkuðum. Mynd/AFP Gengi helstu hlutabréfavísitalna í Bandaríkjunum hækkaði við opnun fjármálamarkaða þar í landi eftir að Ben Bernanke, seðlabankastjóri landsins, sagði bankann ætla að gera hvað hann geti til að bregðast gegn því að hræringar á hlutabréfamörkuðum muni smita frá sér út í hagkerfið. Þótt Bernanke hafi ekki sagt til um hvort bankinn ætli að lækka stýrivexti segja fjármálaskýrendur flest benda til þess. Fjárfestar biðu óþreyjufullir eftir næstu skrefum seðlabankans og þykja vongóðir um að bankinn lækki vextina þrátt fyrir að Bernanke hafi einungis sagt að bankinn muni fylgjast grannt með stöðu mála, að sögn fréttastofunnar Associated Press, sem hefur eftir seðlabankastjóranum að það væri ekki hlutverk bankans að koma til fjárfestum og fjármálafyrirtækjum til hjálpar. Vanskil á undirmálslánamarkaði, sem væri áhættusöm iðja sem bankarnir hefðu sjálfir ákveðið að taka þátt í, að hans sögn. „En þróun á fjármálamörkuðum getur haft áhrif út fyrir fjármálamarkaði. Seðlabankinn verður að hafa það í huga við ákvarðanatöku sína," sagði Bernanke og átti þar við að áhrif af samdrættinum gæti komið niður á einkaneyslu auk þess sem taugatitrings hafi gætt vegna þessa á hlutabréfamörkuðum víða um heim. Associated Press hefur eftir greinendum að þetta gæti leitt til þess að bankinn lækki vextina á næsta fundi sínum 18. september. Verði það raunin verður þetta í fyrsta sinn sem breyting verður gerð á stýrivaxtastigi í Bandaríkjunum síðan í júní í fyrra. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Gengi helstu hlutabréfavísitalna í Bandaríkjunum hækkaði við opnun fjármálamarkaða þar í landi eftir að Ben Bernanke, seðlabankastjóri landsins, sagði bankann ætla að gera hvað hann geti til að bregðast gegn því að hræringar á hlutabréfamörkuðum muni smita frá sér út í hagkerfið. Þótt Bernanke hafi ekki sagt til um hvort bankinn ætli að lækka stýrivexti segja fjármálaskýrendur flest benda til þess. Fjárfestar biðu óþreyjufullir eftir næstu skrefum seðlabankans og þykja vongóðir um að bankinn lækki vextina þrátt fyrir að Bernanke hafi einungis sagt að bankinn muni fylgjast grannt með stöðu mála, að sögn fréttastofunnar Associated Press, sem hefur eftir seðlabankastjóranum að það væri ekki hlutverk bankans að koma til fjárfestum og fjármálafyrirtækjum til hjálpar. Vanskil á undirmálslánamarkaði, sem væri áhættusöm iðja sem bankarnir hefðu sjálfir ákveðið að taka þátt í, að hans sögn. „En þróun á fjármálamörkuðum getur haft áhrif út fyrir fjármálamarkaði. Seðlabankinn verður að hafa það í huga við ákvarðanatöku sína," sagði Bernanke og átti þar við að áhrif af samdrættinum gæti komið niður á einkaneyslu auk þess sem taugatitrings hafi gætt vegna þessa á hlutabréfamörkuðum víða um heim. Associated Press hefur eftir greinendum að þetta gæti leitt til þess að bankinn lækki vextina á næsta fundi sínum 18. september. Verði það raunin verður þetta í fyrsta sinn sem breyting verður gerð á stýrivaxtastigi í Bandaríkjunum síðan í júní í fyrra.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira