Innlent

Hvað kostar heilbrigðisþjónusta eftir einkavæðingu?

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Vinstri grænir vilja að rannsakað verði hvaða afleiðingar markaðsvæðing heilbrigðisþjónustu hefur haft á þjónustuna sjálfa og kostnaðinn. Þetta var samþykkt á flokksráðsfundi á Flúðum í gær. Hingað til hafa afleiðingar þessara breytinga ekki verið skoðaðar hér á landi.

Í Bretlandi þar sem nokkuð hefur verið um einkavæðingu heilbrigðisrekstur, hafa niðurstöður svipaðra breytinga verið mjög mismunandi.

Á fundinum voru einnig samþykktar ályktanir um að kannaður verði kostnaður vegna heræfinga, auk kostnaðar við framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og vatnsréttinda í kringum virkjanir í neðri hluta Þjórsár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×