Innlent

Lúðvík Gizurarson á engar kröfur í dánarbú Hermanns Jónassonar

Óli Tynes skrifar
Lúðvík Gizurarson og Hermann Jónasson.
Lúðvík Gizurarson og Hermann Jónasson.

Lúðvík Gizurarson getur ekki gert neinar kröfur um arf eftir Hermann Jónasson, jafnvel þótt forsætisráðherrann fyrrverandi verði úrskurðaður faðir hans. Það mál er nú fyrir dómi eftir að DNA próf leiddi í ljós að 99,9 prósent líkur eru á því að Lúðvík sé sonur Hermanns.

Það tók margra ára baráttu fyrir Lúðvík að fá DNA prófið. Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra og Pálína systir hans hafa alla tíð neitað að viðurkenna hann sem hugsanlegan fjölskyldumeðlim. Pálína er allavega enn sama sinnis, eftir DNA prófið en Steingrímur hefur ekki viljað tjá sig um málið.

Vísir.is hefur talað við nokkra lögfræðinga um þetta mál. Er niðurstaðan sú að Lúðvík geti ekki gert kröfur í dánarbú Hermanns Jónassonar. Um það gildir sú regla að ef ekki er gerð krafa í dánarbú innan tíu ára, fellur hún niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×