Innlent

Framboð til Öryggisráðs kynnt

Guðjón Helgason skrifar

Rúmlega 40% þjóðarinnar styðja framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna en um þriðjungur er andstæður því. Fundarherferð í samvinnu við alla háskóla landsins hefst í vikunni þar sem alþjóðamál og framboðið verða kynnt.

Samkvæmt nýrri könnun Capacent fyrir utanríkisráðuneytið hefur stuðningur við framboð Íslands vaxið. Tæplega 41% landsmanna eru hlynntir því, tæplega 32% andvíg. Í könnun frá 2005 voru 28% landsmanna hlynnt framboði Íslands og rúmur helmingur andvígur.

Nýja könnunin var birt á blaðamannafundi þar sem fundarröð á vegum allra háskóla á Íslandi var kynnt. Hún ber yfirskriftina "Ísland á alþjóðavettvangi - erindi og ávinningur".

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, segir tilefni fundanna framboðið til öryggisráðsins. Skort hafi á umræðu um málið sem nú verði svarað.

Kristín Árnadóttir, sem stýrir framboðinu segir á brattann að sækja. 100 atkvæði séu trygg en 129 þurfi í næstu umferð gegn annað hvort Austurríki eða Tyrklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×