Innlent

Vill kalla friðargæsluliða heim frá Afganistan

Guðjón Helgason skrifar

Formaður Vinstri grænna vill að íslenskir friðargæsluliðar í Afganistan verði kallaðir heim. Vera þeirra þar samræmist ekki lögum. Hann segir heimkvaðningu friðargæsluliða í Írak aldrei hafa komið á borð utanríkismálanefndar Alþingis.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, situr í utanríkismálanefnd Alþingis. Hann fagnar þeirri ákvörðun utanríkisráðherra að kalla eina friðargæsluliða Íslendinga í Írak heim þaðan. Hann spyr þó um Afganistan og hvert ekki hefði átt í framhaldinu að kalla liðsauka Íslands þaðan. Hann spyr hvort það sé ekki tímaskekkja að þar skuli vera starfsemi íslensku friðargæslunnar sem hluti af NATO liði. Alþingi hafi ákveðið með breytingu á frumvarpi til laga um íslenska friðargæslu að sú starfsemi væri alfarið á borgaralegum forsendum.

Þess fyrir utan bendir Steingrímur á að e.t.v. hefði verið réttast að þessi ákvörðun væri fyrst kynnt í utanríkismálanefnd Alþingis þar sem hún hafi ekki verið rædd. Hann taldi það þó vart vandamál nema ef væri að það hefðu einhverjir ekki talið nóg gert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×