Innlent

Sprenghlægilegir spekingar

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar

Davíð Oddsson seðlabankastjóri gefur lítið fyrir ummæli sérfræðinga um að kasta þurfi krónunni og taka upp evru. Hann segir orð slíkra spekinga sprenghlægileg.

Davíð tilkynnti í morgun að Seðlabankinn ætlaði ekki að hrófla við stýrivöxtum að þessu sinni - nen þeir eru nú 13,3%. Við það tækifæri innti fréttastofa seðlabankastjórann álits á þeim orðum bandaríska hagfræðingsins Benn Steil í ágústlok að taka ætti upp evru og líkti þeim þjóðu sem vilja halda í litla gjaldmiðla við ökumenn sem taka beinskiptan Trabant fram yfir sjálfskiptan Mercedes Benz.

Aðspurður hvort ástæða væri til að taka umræðu um evru upp að nýju í fullri alvöru, sagði Davíð að um evruna hefðu verið gerðar ítarlegar skýrslur fyrir um áratug. Þær væru enn í fullu gildi. Fáránlegt væri að velta fyrir sér að taka upp evru án þess að ganga í Evrópusambandið.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×