Innlent

Skoða evruna fordómalaust

Það á að skoða einhliða upptöku evru fordómalaust, segir stjórnarformaður Kaupþings, sem telur það vel gerlegt og hreint ekki sprenghlægilegt eins og fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi seðlabankastjóra, Davíð Oddssyni.

Straumur Burðarás ákvað í byrjun vikunnar að skrá allt hlutafé bankans í evrum, fyrstur íslenskra banka. Kaupþing fór í gegnum þessa umræðu í fyrra en hætti þá við. Nú ætlar Kaupþing líklega að feta sömu leið.

Sótt er um slíkt leyfi til Fyrirtækjaskráningar og Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, á ekki von á öðru en að það gangi greiða leið. Hann telur að krónan sé úreltur gjaldmiðill á Íslandi.

Davíð Oddsson seðlabankastjóri skóf ekki utan af þeirri skoðun sinni í gær að spekingar sem teldu fýsilegt að taka upp evru án þess að ganga í Evrópusambandið væru sprenghlægilegir. Það finnst Sigurði ekki.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×