Körfubolti

Blikar lögðu Keflvíkinga

Jonathan Griffin var öflugur í liði Grindavíkur í gær
Jonathan Griffin var öflugur í liði Grindavíkur í gær mynd/víkurfréttir

Reykjanesmótið í körfubolta hófst með látum í gærkvöldi og þá fóru fram fjórir leikir, en mótinu lýkur á sunnudag. Breiðablik gerði sér lítið fyrir og lagði Keflavík í Vogum 86-81 þar sem Tony Cornett skoraði 42 stig fyrir Blika og Kristján Rúnar Sigurðsson 21. Jón Norðdal Hafsteinsson skoraði 15 stig fyrir Keflvíkinga.

Á sama stað unnu Íslandsmeistarar KR sigur á Stjörnunni 103-90. Jovan Zdravevski, sem gekk í raðir KR frá Skallagrími í sumar, skoraði 23 stig fyrir KR, Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoraði 20 stig og Darri Hilmarsson og Ellert Arnarsson skoruðu 18 stig hvor. Fannar Helgason var stigahæstur hjá Stjörnunni með 20 stig og Dimitar Karadzovski skoraði 19 stig.

Í Sandgerði fóru fram tveir leikir þar sem Grindvíkingar burstuðu Hauka 110-66. Jonathan Griffin skoraði 26 stig fyrir Grindavík og Páll Axel Vilbergsson 23 stig, en Marel Guðlaugsson - fyrrum leikmaður Grindavíkur - var stigahæstur í liði Hauka með 14 stig.

Loks unnu Njarðvíkingar sanmfærandi sigur á heimamönnum í Reyni 91-64 þar sem Brenton Birmingham skoraði 23 stig fyrir Njarðvík en Kolbeinn Jósteinsson skoraði 24 fyrir Reyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×