Innlent

14,7% launamunur hjá SFR

Konur eru að jafnaði með þrjá fjórðu af launum karla samkvæmt nýrri launakönnun SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu. Núverandi ríkisstjórn hyggst minnka óútskýrðan kynbundinn launamun hjá ríkinu um helming innan fjögurra ára.

Þegar tekið hefur verið tillit til aldurs, starfsaldurs, vinnutíma, starfsstéttar og menntunar er kynbundinn launamunur 14,7%. Þá sýnir könnunin að mikill launamunur er meðal þeirra sem minnst bera úr býtum og þeirra sem eru með hæstu launin. Einnig kom í ljós að félagsmenn SFR búa við mun lakari kjör en fólk í VR sem er í sambærilegum störfum. Rösklega 40% félagsmanna SFR ná ekki 200 þúsund krónum í grunnlaun á mánuði og tæplega helmingur þeirra er með undir 250 þúsund krónum í heildarlaun. Rétt undir 4600 manns voru í úrtakinu og nærri 60% þeirra svöruðu könnuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×