Innlent

Búast ekki við frekari töfum á flugi

Fundur fulltrúa Icelandair og flugmanna þess í hádeginu var jákvæður og skilaði málinu vel áleiðis, að sögn Sigmundar Halldórssonar, upplýsingafulltrúa. Annar fundur verður haldinn á miðvikudag og átti Sigmundur ekki von á því að frekari tafir yrðu á flugi. Deilan stendur um að flugmenn Icelandair vilja fá forgangsrétt á störfum hjá dótturfélaginu Letcharter, sem rekið er í Lettlandi.

Það töldu stjórnendur Icelandair að ekki gengi upp. Icelandair hefði keypt flugfélag í fullum rekstri í lettlandi og starfsfólk þess hlyti að hafa atvinnuréttindi í sínu heimalandi.

Var á það bent að ekki fengju starfsmenn banka forgang að vinnu erlendis, ef bankar þeirra keyptu aðra banka þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×