Innlent

Sveitarfélögin vilja jafnlaunastefnu - ekki KÍ

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar

Formaður leikskólakennara vísar meintri jafnlaunastefnu KÍ til föðurhúsanna og segir að það séu sveitarfélögin sem komi í veg fyrir að hægt sé að bæta kjör leikskólakennara á höfuðborgarsvæðinu. Hugmyndir meirihlutans um fyrirtækjaleikskóla myndu ýta undir stéttskiptingu, segir fulltrúi Samfylkingarinnar í leikskólaráði.

Hugmyndir formanns leikskólaráðs í Reykjavík um nýjar leiðir til að leysa manneklu leikskólanna hafa vakið hörð viðbrögð. Félag leikskólakennara sendi frá sér yfirlýsingu í dag og lýsir furðu sinni á ummælum sem formaðurinn lét falla í fréttum stöðvar 2 á föstudaginn, um að jafnlaunastefna KÍ væri úrelt og hindraði Reykjavík í að bæta kjör leikskólakennara. Formaður leikskólakennara hafnar þessu.

Um hugmyndir Þorbjargar að leita meira til fyrirtækja um einkarekstur leikskóla, segir Björg sjálfsagt að skoða allar leiðir með opnum huga. Fulltrúi Samfylkingar í leikskólaráði segir þetta varhugaverðar hugmyndir.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×