Innlent

Stærst í jarðhitavirkjunum

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar

Safna á fimmtíu milljörðum til að fjármagna útrásararm Orkuveitu Reykjavíkur sem ætlar að verða stærsta jarðhitafyrirtæki í heimi. Bjarni Ármannsson hefur lagt hálfan milljarð í púkkið.

Reykjavík Energy Invest er útrásararmur Orkuveitunnar og í dag kynntu forstjórinn - og nýi stjórnarformaðurinn, fyrrum Glitnisforstjórinn Bjarni Ármannsson, stefnu fyrirtækisins. Orkuveitan hefur nú þegar lagt 2 milljarða í púkkið auk ýmissa eigna, og Bjarni 500 milljónir króna. Þótt félagið sé í frumbernsku er fjölmargt nú þegar í pípunum. Verkefni í afríkuríkinu Djíbútí, á Filippseyjum og Guadeloupe í Karabíska hafinu eru komin af stað og í ellefu öðrum löndum víðs vegar um heiminn eru jarðhitaverkefni á byrjunarstigi. Á morgun verður t.d. undirritað samkomulag við orkumálaráðherra Indónesíu og fulltrúa þarlends orkufyrirtækis en Indónesía er stærsta jarðhitaland í heimi og þar er talið að hægt yrði að virkja um 25 þúsund megavött - en aðeins er búið að virkja um 500.

Talið er að minnst 150 þúsund megavött séu af nýtanlegum jarðhita í heiminum - og einungis er búið að virkja um 9000 - eða um einn sextánda af jarðhitanum. Tiltölulega fá fyrirtæki eru í þessum geira, fimm til tíu, en fjölmörg í startholunum. En af hverju ætti Íslendingum að vegna þar betur en öðrum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×