Innlent

Ekki fórna öryggi fyrir minni mengun

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar

Ekki má fórna öryggi vegfarenda til að draga úr svifryki, segir framkvæmdastjóri FÍB, og er andvígur því að leggja gjald á þá sem nota nagladekk eins og vinnuhópur hefur lagt til.

Nú fer að styttast í að fólk hugi að dekkjaskiptum fyrir veturinn. Áróður hefur verið rekinn gegn nagladekkjum undanfarin ár og ýmsar hugmyndir viðraðar til að drag úr notkun þeirra, svo sem hærri tolla og sérstakan skatt á þá sem kjósa nagladekk.

Skýrsla vinnuhóps um mótvægisaðgerðir gegn svifryki var birt nú rétt fyrir helgi en þar er meðal annars mælt með gjaldtöku - jafnvel þótt tekið sé fram að við ákveðnar aðstæður veiti nagladekk meira öryggi, meðal annars í glæraísingu. Framkvæmdastjóri FÍB er ekki hlynntur gjaldtöku.

Um helmingur bíla í Reykjavík notuðu nagladekk í fyrra og hafði þá hlutfallið lækkað síðan árið 2001, þegar 64% bíla í Reykjavík voru með negld dekk. Þetta er ánægjuleg þróun segir Runólfur en bendir á að hægt sé að draga úr svifryki með fleiri leiðum, t.d. með því að þrífa göturnar og nota betra slitlag.

Verulega hefur dregið úr svifryksmengun í Reykjavík síðan árið 2000 eins og hér sést. Hvort ástæðan er færri nagladekk - er óvíst - því á sama tíma hefur hann verið heldur blautari hér í borginni, eins og úrkomutölurnar sýna, og ef við snúum þeim á hvolf sést býsna nákvæm fylgni -því meiri rigning, því minna svifryk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×