Innlent

Whole Foods auglýsa Ísland á nýjan leik

Óli Tynes skrifar
Baldvin Jónsson, framkvæmdastjóri Áforms.
Baldvin Jónsson, framkvæmdastjóri Áforms.

Bandaríska verslanakeðjan Whole Foods hefur ákveðið að hefja markaðssetningu á íslenskum vörum á nýjan leik. Þetta var ákveðið eftir að Einar K. Guðfinsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti að ekki yrðu gefin út frekari leyfi til hvalveiða að sinni. Auglýsingar sem hafa beðið niðri í skúffum verða nú settar upp í verslunum keðjunnar í New York, Washington og Boston.

Baldvin Jónsson, framkvæmdastjóri Áforms segir í samtali við Bændablaðið stjórnendum Whole Foods liði greinilega betur með að markaðssetja Ísland eftir yfirlýsingu sjávarútvegsráðherra. Þeir væru svo á leið til landsins í hefðbundna réttarferð, en óvissa var um hvort af henni yrði fyrir þetta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×