Tónlist

Færeyskir tónleikar í Norræna húsinu

Í kvöld verða færeyskir tónleikar í Norræna húsinu þar sem Jensina Olsen, Budam og Jógvan Íslandsvinur Hansen munu stíga á stokk. Budam er einn af ástsælustu listamönnum Færeyja og hefur fengið firnagóða dóma hér.

Hann fékk til dæmis 5 stjörnur hjá gagnrýnenda Morgunblaðsins nýverið. Sagnastíl hans hefur verið líkt við Tom Waits, Nick Cave og Leonard Cohen.

Jógvan Hansen mætir með Ízafold á sviðið í Norræna húsinu. Jógvan vann X-factor keppnina á Íslandi fyrr á þessu ári og á sér dyggan hóp aðdáenda á Íslandi.

Söngvasmiðurinn Jensina Olsen er þekktust fyrir að hafa unnið söngva og lagahöfunda keppni í Færeyjum í fyrra. Skemmtun frænda okkar úr Færeyjum hefst klukkan 22.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×