Erlent

Verja yfir 10 milljónum í auglýsingaherferð vegna Madeleine

MYND/AP
Foreldrar bresku stúlkunnnar Madeleine McCann hafa ákveðið að blása til auglýsingaherferðar um alla Evrópu til þess að reyna blása lífi í leitina að stúlkunni á ný. Í yfirlýsingu frá Gerry og Kate McCann kemur fram að þau hyggist verja jafnvirði um 10 milljóna króna úr styrktarsjóði vegna leitarinnar til að borga fyrir auglýsingarnar.

Foreldrarnir hafa að undanförnu varist ásökunum um að þau beri sjálf ábyrgð á hvarfi Madeleine litlu, en hún hvarf af hótelherbergi fjölskyldunnar á sumardvalarstað í Portúgal fyrir rúmum fjórum mánuðum. McCann-hjónin, sem nú eru í Bretlandi, neita því að hafa átt þátt í hvarfi Madeleine en þau hafa bæði stöðu grunaðra í málinu. Þau trúa því að stúlkan sé enn á lífi og ætla þess vegna að blása til auglýsingaherferðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×