Mikill vindsnúningur þegar vélin fórst Óli Tynes skrifar 18. september 2007 11:45 Frá slysstað í Thaílandi. Háttsettur embættismaður í taílensku flugumferðarstjórninni segir að mikill vindsnúningur hafi orðið í þann mund sem vélin sem fórst á Phuket-flugvelli var að lenda. Áttatíu og níu manns fórust þegar vélin brotlenti, og brann. Embættismaðurinn segir að flugmenn vélarinnar hafi vitað af þessum vindsnúningi Það var mikið rok og rigning þegar vélin var að lenda. Farþegar sem lifðu slysið af töluðu um úrhelli og tré sem sveigðust í vindinum þegar hún var í aðflugi. Flugvélar lenda eins mikið upp í vindinn og stefna flugbrautarinnar leyfir. Snöggar breytingar á vindátt geta verið hættulegar. Ekki síst ef vindurinn snýst þannig að hann blási á eftir vélinni. Þá lækkar lendingarhraði hennar jafn mikið og vindhraðinn er. Ef vindhraðinn í bakið er nógu mikill getur það valdið því að vélin missir flugið að verulegu leyti. Hún hrapar nánast lóðrétt niður og skellur til jarðar af miklu afli. Þá er voðinn vís. Fyrrnefndur embættismaður segir að tveir flugmenn sem lentu á undan óheillavélinni hafi tilkynnt um mikinn vindsnúning. Flugumverðarstjóri hafi endurtekið þá aðvörun til vélarinnar og flugstjórinn hafi kvittað fyrir móttöku. Forstjóri flugfélagsins One-Two-Go segir hinsvegar að þessar vangaveltur séu gersamlega ótímabærar, enda rannsókn á slysinu rétt að hefjast. Flugstjóri vélarinnar hafi verið einna af reyndustu flugmönnum félagsins. Erlent Mest lesið Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Innlent „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
Háttsettur embættismaður í taílensku flugumferðarstjórninni segir að mikill vindsnúningur hafi orðið í þann mund sem vélin sem fórst á Phuket-flugvelli var að lenda. Áttatíu og níu manns fórust þegar vélin brotlenti, og brann. Embættismaðurinn segir að flugmenn vélarinnar hafi vitað af þessum vindsnúningi Það var mikið rok og rigning þegar vélin var að lenda. Farþegar sem lifðu slysið af töluðu um úrhelli og tré sem sveigðust í vindinum þegar hún var í aðflugi. Flugvélar lenda eins mikið upp í vindinn og stefna flugbrautarinnar leyfir. Snöggar breytingar á vindátt geta verið hættulegar. Ekki síst ef vindurinn snýst þannig að hann blási á eftir vélinni. Þá lækkar lendingarhraði hennar jafn mikið og vindhraðinn er. Ef vindhraðinn í bakið er nógu mikill getur það valdið því að vélin missir flugið að verulegu leyti. Hún hrapar nánast lóðrétt niður og skellur til jarðar af miklu afli. Þá er voðinn vís. Fyrrnefndur embættismaður segir að tveir flugmenn sem lentu á undan óheillavélinni hafi tilkynnt um mikinn vindsnúning. Flugumverðarstjóri hafi endurtekið þá aðvörun til vélarinnar og flugstjórinn hafi kvittað fyrir móttöku. Forstjóri flugfélagsins One-Two-Go segir hinsvegar að þessar vangaveltur séu gersamlega ótímabærar, enda rannsókn á slysinu rétt að hefjast. Flugstjóri vélarinnar hafi verið einna af reyndustu flugmönnum félagsins.
Erlent Mest lesið Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Innlent „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira