Viðskipti innlent

Magnús Kristinsson kaupir 40% hlut í Arctic Trucks

Magnús Kristinsson hefur keypt stóran hlut í Arctic Trucks.
Magnús Kristinsson hefur keypt stóran hlut í Arctic Trucks.

Eignarhaldsfélag í eigu Magnúsar Kristinssonar, hefur samið um kaup á 40% hlut í Arctic Trucks. Emil Grímsson, aðaleigandi Arctic Trucks, mun áfram verða meirihlutaeigandi í félaginu.

Um 55 manns hjá Arctic Trucks í þremur löndum. Fyrirtækið sérhæfir sig í lausnum fyrir áhugamenn um jeppa og hefur að markmiði að auka notagildi fjórhjóladrifinna bifreiða

Magnús Kristinsson, sem er aðaleigandi Toyota á Íslandi, segir kaupin í Arctic Trucks fela í sér tækifæri til að styðja enn frekar við þær fyrirætlanir sínar að sækja á erlenda bílamarkaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×