Erlent

Fjöldi tungumála í útrýmingarhættu

Frumbyggjar í Ástralíu.
Frumbyggjar í Ástralíu. MYND/AFP

Málvísindamenn óttast að á komandi árum muni fjöldi tungumála í útrýmingarhættu aukast hratt. Mörg eru nú þegar nánast útdauð. Þeir hafa skilgreint fimm svæði í heiminum þar sem vandamálið er hvað verst. Tungumál frumbyggja í norðurhluta Ástralíu er talið vera í hvað mestri útrýmingarhættu.

Málvísindamennirnir eru starfandi í alþjóðlegu verkefni sem hefur það markmið að reyna varðveita og skrá niður þau tungumál sem eru í útrýmingarhættu. Ástandið er hvað verst á fimm tilteknum svæðum í heiminum. Norðurhluta Ástralíu, í Suður-Ameríku, Kanada, Bandaríkjunum og austurhluta Síberíu. Í öllum tilvikum er um að ræða tungumál frumbyggja sem eru smám saman að víkja fyrir tungumálum á borð við ensku, spænsku eða rússnesku.

Nú eru töluðu 6.992 tungumál víðs vegar um heiminn en talið er að í hverjum mánuði deyji að minnsta kosti tvö tungumál út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×