Spútnik fimmtíu ára Óli Tynes skrifar 19. september 2007 11:26 Fyrir fimmtíu árum greip um sig mikil skelfing í Bandaríkjunum vegna áttatíu og þriggja kílóa málmbolta. Risastórar fyrirsagnir í blöðunum voru eins og heimsendir væri í nánd. Í herstöðvum Bandaríkjanna víða um heim fengu allir skammbyssur sem þeir áttu að bera á sér dag og nótt. Ástæðan fyrir þessari skelfingu var sú að málmboltinn var á braut um jörðu. Og Rússar höfðu sent hann þangað. Málmboltinn var fyrsta geimfar sögunnar. Í þá daga var hann raunar kallaður gervihnöttur. Hann hét Spútnik, sem þýða má sem ferðafélagi eða förunautur. Spútnik 1 var skotið á loft 4. október árið 1957 og hann sendi frá sér hljóðmerki til jarðar. Þessum hljóðmerkjum var útvarpað á útvarpsstöðum um allan heim. Sá sem þetta skrifar man eftir því að hafa þá staðið ásamt fjölskyldu sinni úti á tröppum, tólf ára gamall, og horft á Spútnik sigla eins og örlítinn díl um stjörnubjartan himininn. Og í Ríkisútvarpinu hljómaði "Bleep bleep bleep." (Þið getið hlustað á þessi fimmtíu ára gömlu hljóðmerki með því að smella á tengil neðst í þessari grein.) Skelfingin í Bandaríkjunum var ekki síst vegna þess að fyrst Rússar höfðu smíðað nógu öfluga eldflaug til þess að senda gervihnött á braut um jörðu gátu þeir sent kjarnorkusprengjur sínar vítt og breitt um heiminn. Lyndon B. Johnson, sem þá var öldungadeildarþingmaður sagði að Rússar hefðu tekið risastórt stökk framúr Bandaríkjunum; "Brátt munu þeir varpa á okkur sprengjum úr geimnum, eins og krakkar sem kasta steinum í bíla ofan af göngubrúm." Allt þetta vegna málmkúlu á stærð við körfubolta. Eftir 22 daga kláruðust rafhlöðurnar í Spútnik og hljóðmerkin þögnuðu. Nokkrum vikum síðar dró aðdráttarafl jarðar hann inn í gufuhvolfið þar sem hann brann upp til agna. Mánuði síðar sendu Rússar upp Spútnik 2 og um borð í honum var tíkin Laika. Fyrsti geimhundur sögunnar. En þótt Rússar gætu sent gervihnetti á braut um jörðu höfðu þeir á þeim tíma ekki þekkingu til þess að ná þeim heilum til jarðar aftur. Laika greyið var því send út í opinn dauðann. Spútnik hleypti af stað gríðarlegu kapphlaupi milli Bandaríkjanna og Rússa. Í fyrstu gekk allt á afturfótunum hjá Bandaríkjamönnum. Þeir reyndu að ná forystunni með því að skjóta upp gervihnettinum Vanguard, sem var á stærð við greipaldin. En eldflaugin sprakk á skotpallinum. Það var hlegið að Bandaríkjamönnum og Vanguard var uppnefndur "Kaputnik." Rússar höfðu forystu í geimferðum lengi framanaf. Þeir sendu fyrsta geimfarann á braut um jörðu og fóru í fyrstu geimgönguna. Smám saman fóru þó Bandaríkjamenn að saxa á forskotið. John F. Kennedy sagði árið 1963 að það yrði stefna ríkisstjórnar sinnar að senda mann til tunglsins áður en áratugurinn væri liðinn. Það tókst og Bandaríkin eru ennþá eina þjóðin sem hefur sent menn til annarrar plánetu. Það breytist væntanlega um 2020. Bæði Bandaríkin, Kína, Indland og Japan stefna að mannaðri geimstöð á tunglinu fyrir þann tíma. Hilton hótelkeðjan sér fyrir sér 5000 herbergja hótel á tunglinu. Og menn stefna lengra út í geiminn. Bandaríska geimferðastofnunin vinnur nú að því að senda mannað geimfar til Mars. Eftir að Rússar töpuðu kappfluginu til tunglsins einbeittu þeir sér að smíði geimstöðva. Og kappflugið hefur breyst í samvinnu. Stærsta geimverkefni dagsins í dag er Alþjóðlega geimstöðin sem nú er á braut um jörðu. Bandaríkjamenn og Rússar byggðu hana í samvinnu við fjölmargar aðrar þjóðir. Það má því segja um Spútnik litla að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Hlusta Erlent Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Sjá meira
Fyrir fimmtíu árum greip um sig mikil skelfing í Bandaríkjunum vegna áttatíu og þriggja kílóa málmbolta. Risastórar fyrirsagnir í blöðunum voru eins og heimsendir væri í nánd. Í herstöðvum Bandaríkjanna víða um heim fengu allir skammbyssur sem þeir áttu að bera á sér dag og nótt. Ástæðan fyrir þessari skelfingu var sú að málmboltinn var á braut um jörðu. Og Rússar höfðu sent hann þangað. Málmboltinn var fyrsta geimfar sögunnar. Í þá daga var hann raunar kallaður gervihnöttur. Hann hét Spútnik, sem þýða má sem ferðafélagi eða förunautur. Spútnik 1 var skotið á loft 4. október árið 1957 og hann sendi frá sér hljóðmerki til jarðar. Þessum hljóðmerkjum var útvarpað á útvarpsstöðum um allan heim. Sá sem þetta skrifar man eftir því að hafa þá staðið ásamt fjölskyldu sinni úti á tröppum, tólf ára gamall, og horft á Spútnik sigla eins og örlítinn díl um stjörnubjartan himininn. Og í Ríkisútvarpinu hljómaði "Bleep bleep bleep." (Þið getið hlustað á þessi fimmtíu ára gömlu hljóðmerki með því að smella á tengil neðst í þessari grein.) Skelfingin í Bandaríkjunum var ekki síst vegna þess að fyrst Rússar höfðu smíðað nógu öfluga eldflaug til þess að senda gervihnött á braut um jörðu gátu þeir sent kjarnorkusprengjur sínar vítt og breitt um heiminn. Lyndon B. Johnson, sem þá var öldungadeildarþingmaður sagði að Rússar hefðu tekið risastórt stökk framúr Bandaríkjunum; "Brátt munu þeir varpa á okkur sprengjum úr geimnum, eins og krakkar sem kasta steinum í bíla ofan af göngubrúm." Allt þetta vegna málmkúlu á stærð við körfubolta. Eftir 22 daga kláruðust rafhlöðurnar í Spútnik og hljóðmerkin þögnuðu. Nokkrum vikum síðar dró aðdráttarafl jarðar hann inn í gufuhvolfið þar sem hann brann upp til agna. Mánuði síðar sendu Rússar upp Spútnik 2 og um borð í honum var tíkin Laika. Fyrsti geimhundur sögunnar. En þótt Rússar gætu sent gervihnetti á braut um jörðu höfðu þeir á þeim tíma ekki þekkingu til þess að ná þeim heilum til jarðar aftur. Laika greyið var því send út í opinn dauðann. Spútnik hleypti af stað gríðarlegu kapphlaupi milli Bandaríkjanna og Rússa. Í fyrstu gekk allt á afturfótunum hjá Bandaríkjamönnum. Þeir reyndu að ná forystunni með því að skjóta upp gervihnettinum Vanguard, sem var á stærð við greipaldin. En eldflaugin sprakk á skotpallinum. Það var hlegið að Bandaríkjamönnum og Vanguard var uppnefndur "Kaputnik." Rússar höfðu forystu í geimferðum lengi framanaf. Þeir sendu fyrsta geimfarann á braut um jörðu og fóru í fyrstu geimgönguna. Smám saman fóru þó Bandaríkjamenn að saxa á forskotið. John F. Kennedy sagði árið 1963 að það yrði stefna ríkisstjórnar sinnar að senda mann til tunglsins áður en áratugurinn væri liðinn. Það tókst og Bandaríkin eru ennþá eina þjóðin sem hefur sent menn til annarrar plánetu. Það breytist væntanlega um 2020. Bæði Bandaríkin, Kína, Indland og Japan stefna að mannaðri geimstöð á tunglinu fyrir þann tíma. Hilton hótelkeðjan sér fyrir sér 5000 herbergja hótel á tunglinu. Og menn stefna lengra út í geiminn. Bandaríska geimferðastofnunin vinnur nú að því að senda mannað geimfar til Mars. Eftir að Rússar töpuðu kappfluginu til tunglsins einbeittu þeir sér að smíði geimstöðva. Og kappflugið hefur breyst í samvinnu. Stærsta geimverkefni dagsins í dag er Alþjóðlega geimstöðin sem nú er á braut um jörðu. Bandaríkjamenn og Rússar byggðu hana í samvinnu við fjölmargar aðrar þjóðir. Það má því segja um Spútnik litla að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Hlusta
Erlent Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Sjá meira